Tækjaáskrift

Tækjaáskrift/ M2M

Tækjaáskrift er frábær áskrift fyrir tækin þín, t.d. myndavélar og öryggiskerfi. Sérfræðingar Símans hafa mikla reynslu í þessum málum og geta aðstoðað ef þörf er á.

Hafðu samband í síma 800-4000 eða sendu póst á 8004000@siminn.is og láttu sérfræðinga okkar finna réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

Panta ráðgjöf

Sérstakt APN

Hægt er að framlengja einkanet fyrirtækja yfir í farsímanet Símans. Handtæki eru þá beintengd inn á einkanet fyrirtækisins eins og hvert annað útibú. Þessi lausn getur hentað í ýmsum tilfellum, meðal annars sem varaleið fyrir útibú.

Kynntu þér málið

Fastar IP-tölur

Handtæki (oftast 3G/4G-router) fær úthlutað IP-tölu úr IP-kippu (e. public address range) sem Síminn hefur til umráða. Handtæki eru óvarin á Internetinu og notendur þurfa að hugsa sjálfir um öryggismál. Þessi þjónusta er hentug til að geta tengst gegnum Internetið inn á búnað (tölvu, myndavél, öryggiskerfi) sem er tengdur við 3G/4G-routerinn. T.d. er hægt að tengjast myndavél staðsettri í sumarbústað heiman frá sér.

Vottanir

Rekstrar- og hýsingarumhverfi Símans er vottað samkvæmt ISO 27001 staðlinum.

Samstarfsaðili

Síminn er í samstarfi við fjölmarga erlenda og innlenda aðila vegna upplýsingatæknimála.