Fyrirtækjapóstur

Öflugt tölvupóstkerfi

Fyrirtækjapóstur Símans byggir á Microsoft Exchange 2007 póstþjónum. Með Fyrirtækjapósti Símans og Microsoft Outlook geta starfsmenn gert miklu meira í tölvupóstkerfinu eins og að deila dagbókum, tengiliðum, verkefnalistum og fleira.

Hafðu samband í síma 800-4000 eða sendu póst á 8004000@siminn.is og láttu sérfræðinga okkar finna réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

Panta ráðgjöf

Helstu kostir

  • Gögnin eru geymd miðlægt hjá Símanum og því aðgengileg hvar og hvenær sem er
  • Afrit eru tekin daglega og geymd á öruggan hátt
  • Gögn eru dulkóðuð þegar flutningur þeirra á sér stað til að fyrirbyggja að þau komist í hendur óviðkomandi
  • Traust auðkenning notanda

Microsoft Outlook

Microsoft Outlook er fáanlegt fyrir vinnustöðina, í vefvafra og farsíma. Þannig gefst möguleiki á að vera sítengdur, hvort sem er á skrifstofunni, í bústaðnum, bílnum eða heima. Ef breyting er gerð til dæmis á tengilið á einum stað vistast breytingin á netþjón- um Símans og yfirfærist á farsímann og tölvuna þína.

Microsoft Hosted Exchange 2007

Microsoft Hosted Exchange 2007 er ein öflugasta tölvupóst- lausnin á markaðinum í dag og byggir á ítrustu öryggisstöðlum. Nú þegar eru hátt í 200 milljón notendur í heiminum sem nýta sér lausnina.