Kynntu þér lausnir okkar á fyrirtækjamarkaði

Öryggi upplýsingakerfa er kappsmál hvers fyrirtækis. Mikilvægt er að kortleggja áhættuþætti og auka öryggi með góðum starfsvenjum og réttri uppsetningu. Slíkt þarf ekki að vera kostnaðarsamt því með einföldum stillingum á búnaði er oft hægt að lágmarka áhættu í rekstri.

  • Síminn er með ISO27001:2005 vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis.
  • Fjöldi starfsmanna er með sérfræðigráður til að mynda frá Microsoft, Cisco, Citrix, VMware.
Panta ráðgjöf
Öryggi tækja

IP net Símans

Staðarnet þarf að verja með viðeigandi reglum og þráðlaus net og gestanet verða að vera örugg. Með IP neti Símans gefst fyrirtækjum kostur á að tengja saman starfsstöðvar og útstöðvar á öruggu og áreiðanlegu neti.

Farsímaeinkanet (APN)

Farsímaeinkanet (APN) veitir örugg samskipti með snjalltækjum á einkaneti fyrirtækisins. Einnig má auka öryggi enn frekar með því að óska eftir tvíþættri auðkenningu til að hindra að hver sem er komist inn á einkanetið.

Netvörður og eldveggir

Uppfæra þarf tölvubúnað og vernda vefsvæði sem innihalda viðkvæm gögn með sérstökum vörnum á borð við Netvörðinn og eldveggi. Netvörðurinn takmarkar óæskilega vefumferð og veitir þannig öruggari netnotkun í fyrirtækjum meðan eldveggir takmarka óæskileg samskipti, spillikóða (e. malware) og tölvuvírusa.

VPN

VPN hentar fyrirtækjum sem vilja bjóða starfsmönnum sínum að vinna á innraneti fyrirtækisins hvar sem þeir geta tengst Internetinu.

Afritunarlausnir

Þeim sem vilja tryggja sér kerfisbundna geymslu gagna og viðunandi stýringu á dreifingu þeirra býður Síminn bæði staðlaðar og sérsniðnar afritunarlausnir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Símavist

Með Símavist býðst fyrirtækjum aðgangur að IP símkerfi yfir lokað netsamband sem veitir öryggi og gæði. Þetta miðlæga símkerfi hefur tvöfalda uppsetningu sem þýðir hámarks uppitíma og órofið samband við kerfisuppfærslur.

Öryggi endabúnaðar

Síminn býður öfluga öryggislausn sem yfirfærir öryggismál hefðbundinna útstöðva yfir á fjölbreyttan endabúnað. Með aðgengi að viðkvæmum gögnum í gegnum margvíslegan endabúnað verður sífellt mikilvægara að fyrirbyggja að viðkvæmar upplýsingar falli í rangar hendur.

Útstöðvaþjónusta

Útstöðvaþjónusta tekur á uppsetningu og rekstri á tölvum og reglulegum uppfærslum á þeim til að þær fylgi notkunarreglum fyrirtækja.

Öryggisúttekt

Netkerfi og uppsetning þeirra er mismunandi og er regluleg öryggisúttekt hlutlausra aðila mikilvæg til að finna veikleika. Síminn býður stórum sem smáum fyrirtækjum ráðgjöf og þjónustu við slíka úttekt.

Vottanir

Rekstrar- og hýsingarumhverfi Símans er vottað samkvæmt ISO 27001 staðlinum.

Vottanir Símans

Samstarfsaðili

Síminn er í samstarfi við fjölmarga erlenda og innlenda aðila vegna upplýsingatæknimála.

Samstarfsaðilar Símans