AirWatch frá VMware

Með AirWatch hefur þú aðgang að öllum trúnaðargögnum fyrirtækisins, hvort sem það er tölvupóstur, skjöl eða efni á innri vef. Einnig er hægt að eyða út öllu viðkvæmu efni ef búnaður tapast.

Síminn er í samstarfi með Sensa að þjónusta lausnina. Sensa er vottaður innleiðingar- og þjónustuaðili AirWatch og hefur síðustu ár komið sér upp ríkri þekkingu á lausninni með innleiðingarverkefnum fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki.

Allur endabúnaður

Hafðu umsjón með ólíkum gerðum endabúnaðar.

 • Snjallsímum, spjaldtölvum og jaðartækjum
 • Fartölvum, borðtölvum og prenturum

Öll stýrikerfi

Notaðu ólík stýrikerfi á borð við:

 • Android
 • Apple iOS
 • BlackBerry
 • Mac OS
 • Windows

Yfirsýn yfir endabúnað

Full yfirsýn óháð því hvort fyrirtæki eða starfsfólk á búnaðinn svo lengi sem hann er nýttur innan fyrirtækisins.

 • Yfir 13.000 viðskiptavinir í 150 löndum
 • Yfir 1.800 starfsmenn í 10 starfsstöðvum
 • Yfir 600 þeirra í rannsóknar- og þróunarverkefnum
 • Í fremstu röð á sínu sviði
 • Sérþekking á hönnun
 • Fjögur af fimm stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna nota Airwatch
 • Heildstætt og samhæft úrval hugbúnaðar
 • Samhýst og skalanleg lausn
 • Reynd og prófuð samþætting ólíkra stýrikerfa
 • Sveigjanlegt aðgengi: ský og staðbundið

Aðskilið Vinnusvæði

Með Workspace frá AirWatch® er mögulegt að halda gögnum fyrirtækis og einstaklings algerlega aðskildum á sama tæki og tryggja þannig bæði öryggi fyrirtækjaupplýsinga og friðhelgi einstaklingsins. Örugg og afmörkuð lausn þjónar öllum fyrirtækjasamskiptum, þar með talið tölvupósti, forritum, gögnum og netnotkun. AirWatch Workspace er tilvalið fyrir eigin tæki starfsfólks (BOYD) og notkun sem lýtur ströngum reglum.

Búnaður

Með AirWatch getur þú fengið yfirsýn yfir allan búnað sem tengist neti fyrirtækisins, gögnum þess eða kerfum. Á fljótlegan hátt geturðu bætt búnaði við kerfið, uppfært stillingar þeirra þráðlaust og innleitt öryggisstaðla og -fyrirmæli í búnaðarskrána.

Öpp

AirWatch gerir þér kleift að hafa umsjón með öppum í öllum þeim tækjum sem skráð eru innan fyrirtækisins. Þú getur dreift, uppfært, leitað að og mælt með öppum með AirWatch® App Catalog. Með AirWatch® Software Development Kit geturðu búið til sérhönnuð öpp og með AirWatch® App Wrapping geturðu varið öpp og aukið þannig öryggi.

Gögn

AirWatch gerir notkun skjala öruggari og auðveldar samvinnu með AirWatch® Secure Content Locker™. Skoðaðu vinnugögn og viðhengi tölvupósta í öruggu umhverfi. Verndaðu trúnaðargögn með innskráningarferli, sérstakri dulkóðun, staðsetningartakmörkum og takmörkum á deilingu og niðurhali.

Tölvupóstur

AirWatch vinnur með tölvupóstsumhverfi þínu og tryggir alhliða öryggi í tölvupóstsamskiptum. Stjórnaðu því hverjir hafa aðgang að tölvupósti fyrirtækisins og dulkóðaðu viðkvæm gögn með AirWatch® Secure Email Gateway. Þjappaðu öllum tölvupósti og tryggðu þægilega notendaupplifun með AirWatch® Inbox fyrir Android og Apple iOS.

Netvafri

AirWatch® Browser veitir fyrirtækjum möguleika á að skilgreina og framfylgja sérsniðnum netreglum án þess að nota VPN við hvert tæki. Auðveldaðu örugga netnotkun með bannlistum og boðlistum eða áhorfsstillingu. Veitir gríðarlega möguleika á að ganga frá málum á ferðinni.