IP net

Heildarlausn í fjarskiptum

IP net Símans er áreiðanleg og örugg nettenging sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum. Fyrirtækjum gefst kostur á að tengja saman starfsstöðvar á lokuðu einkaneti og er einfalt að bæta við starfsstöðvum ef fyrirtækið stækkar. Mögulegt er að tengjast IP netinu nánast hvar sem er í heiminum.

Í boði eru þrjár leiðir til að tengjast internetinu eftir mismunandi þörfum fyrirtækja. Hafðu samband í síma 800-4000 eða sendu póst á 8004000@siminn.is og láttu sérfræðinga okkar finna réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

Tengileið 1

Tengileið 1

Hentar minni fyrirtækjum fyrir alla almenna netnotkun. Val um gagnahraða upp í 50 Mb/s. Notast er við ADSL+ og VDSL+ tækni þar sem gagnahraði er meiri að notanda en frá.Tengileið 2

Tengileið 2

Hentar stærri fyrirtækjum. Val um gagnahraða frá 5 Mb/s upp í 10 Gb/s. Notast er við ljósleiðara eða Eyk í þessari tengileið og er gagnahraði að notanda og frá honum sá sami. Aðgangur að tengileiðum er háður því hvaða símstöð fyrirtækið er tengt.

Tengileið 3

Tengileið 3

Hentar minni og meðalstórum fyrirtækjum. Boðið er upp á fimm gagnahraða 2, 4, 5, 10 og 20 Mb/s. Aðgangur að tengileiðum er háður því hvaða símstöð fyrirtækið er tengt en nauðsynlegur búnaður fyrir tengileiðirnar er ekki að finna í öllum símstöðvum Símans.

Traust tenging á lokuðu neti

Starfsstöðvar eru staðir sem fyrirtæki vill tengja sínu einkaneti, eins og höfuðstöðvar, verslanir, verksmiðjur og vöruhús. Á IP netinu er auðvelt að tengja starfsstöðvarnar saman inn á lokað og öruggt einkanet fyrirtækisins. Ef fyrirtækið stækkar er einfalt að bæta við starfsstöðvum og þannig víkka út einkanetið.

Tengingar milli fyrirtækja

Síminn býður upp á þjónustutengingar til að tengja saman einkanet tveggja eða fleiri fyrirtækja. Hægt er að nota þjónustutengingu til að tengjast þjónustu hjá Símanum eða öðrum aðilum sem eru tengdir IP neti Símans. Gagnahraði þjónustutenginga getur verið frá 2Mb/s upp í 1000 Mb/s. Sé þjónustutenging notuð til að tengjast internetinu er áskrift og gagnamagn ekki innifalið.

Betri nýting á bandbreidd

Síminn býður viðskiptavinum sínum að forgangsraða gögnum, sem gerir kleift að velja hvaða samskipti mega ekki verða fyrir töfum. Jafnframt er hægt að samnýta tal- og gagnaflutning um sömu tengingu og þannig nýta bandviddina enn betur.

Hagkvæmni í rekstri

Síminn býður heildarlausn í gagnaflutningi með því að leigja fyrirtækjum þann endabúnað sem til þarf og sjá um rekstur á honum. Hjá Símanum starfa reynslu miklir sérfræðingar í rekstri gagnaflutningsneta og með því að fela þeim þá umsjón getur fyrirtækið þitt einbeitt sér að sinni eigin kjarnastarfsemi.

Með rekstrarleigu búnaðar fæst jafnframt betri nýting fjárfestingar í netkerfum og minni fjárbinding í búnaði með rekstrarleigu.