Sjósamband

Sjósamband

Með Sjósambandi Símans býðst sjómönnum kostur á háhraða nettengingu um borð i skipum meðfram ströndum landsins, sambærilega við þá sem notendum í landi stendur til boða.

Síminn býður Sjósamband í samstarfi við Radíómiðun sem veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf.

Í öruggu sambandi

  • Sjósamband er lokað kerfi sem veittur er aðgangur að með Sjó Samband áskriftinni. Auk Sjósambands veitir áskriftin aðgang að 2G og 3G sendum Símans, hvar sem er á landinu.
  • Þjónustan býr yfir fullkomnu talsambandi þannig að skip geta jafnvel verið í góðu tal- og gagnasambandi í yfir 100 km fjarlægð frá ströndum landsins.