Sumarbústaðir

Síminn býður upp á frábærar netlausnir fyrir sumarbústaðinn og ferðalögin

Kíktu á tölvupóstinn, horfðu á Sjónvarp Símans eða spilaðu uppáhalds tónlistina þína á Spotify. Með einföldum lausnum getur þú verið á þráðlausu neti í sumarbústaðnum eða á ferð um landið.

Vertu á hraðasta farsímanetinu

MiFi - lítið og nett tæki sem þú getur tekið með þér hvert sem er. Tækið tengist við farsímanet og þú getur tengst því rétt eins og þú tengist inn á netið heima hjá þér. Þú getur tengt allt að átta snjalltæki við eitt MiFi.

Netbeinir - Frábært tæki í sumarbústaðinn. Virkar alveg eins og beinirinn sem þú ert með heima hjá þér, nema í stað símasnúru tengist hann farsímaneti.

Loftnet – er sambandið slæmt í bústaðnum? Við bjóðum upp á loftnet til að bæta sambandið enn frekar.

Sterkara samband í bústaðnum

Niðurstöður Ookla Speedtest sýna að Síminn er með hraðasta farsímanet á Íslandi. Flestir sumarbústaiðr eru þegar kominir á 4G net Símans og fá því meiri hraða og skjótari tengitíma en áður.

Athugaðu á þjónustukortinu okkar hvort þinn bústaður hafi möguleika á farsímatengingu og veldu rétta búnaðinn samkvæmt því.4G Netið

Við bjóðum gagnamagnsleiðir bæði í Netfrelsi og Netáskrift á 4G netinu sem henta þínum snjalltækjum. Þú getur valið um þá stærð sem hentar best og því er leikur einn með að finna leið sem smellpassar við þínar þarfir.

Hafðu samband þegar þú ert búinn að velja þér réttu leiðina og tryggðu þér betra samband.

Tækjaáskrift - M2M

Tækjaáskrift er frábær áskrift fyrir tækin þín, t.d. myndavélar og öryggiskerfi á 390 kr. á mánuði.

Innifalin eru 50 MB á mánuði.

Sérfræðingar Símans hafa mikla reynslu í þessum málum og geta aðstoða ef þörf er á.

Aukakort

Aukakortið hentar vel og er hagkvæmt ef þú eða aðrir í fjölskyldunni nota fleiri en eitt tæki, t.d. snjallsíma, fartölvu og spjaldtölvu, til að fara á netið. Þú greiðir bara fyrir einn Netpakka og svo 600 kr. á mánuði fyrir hvert aukakort. Aukakort er í boði fyrir viðskiptavini sem eru með Netpakka stærri en 1 GB.

Hafðu samband þegar þú er búinn að velja þér Netpakka til að kaupa aukakort og allir deila gagnamagni.