Gervihnattasímar

Úrval af lausnum fyrir gervihnattasíma

Síminn býður úrval af lausnum fyrir gervihnattasíma sem tryggir öruggt fjarskiptasamband hvar sem er í heiminum. Radíómiðun er samstarfsaðili Símans sem sér um þjónustu og sölu á gervihnattalausnum og veitir allar frekari upplýsingar.

Inmarsat

Traust og fjölbreytt þjónusta á landi og sjó

Inmarsat veitir þjónustu í gegnum fjóra fasta gervihnetti sem eru í 35 þúsund km hæð yfir jörðu. Inmarsat fyrirtækið er traust og öflugt fyrirtæki sem hefur veitt fjölbreytta gervihnattaþjónustu í áratugi, bæði á landi og á sjó.

hnöttur

Iridium

Gott samband um allan heim

Iridium er fjarskiptakerfi sem byggir á neti 66 gervihnatta sem ganga á brautum í 850 km hæð yfir jörðu. Iridium hentar fyrir skip og báta á fjarlægum miðum og ferðamenn sem vilja tryggja öryggi sitt á svæðum þar sem þjónusta annarra fjarskiptakerfa er ekki fyrir hendi.

iridium

VSAT

Háhraða Internet um gervihnött

VSAT þjónusta Símans er breiðbandsþjónusta sem er ætluð fyrir stór úthafsveiðiskip, en hentar einnig fyrir önnur stór skip. Þjónustan byggir á DVB-RCS(S2) tækni og er veitt í gegnum jarðstöðina Skyggnis á Íslandi. Tenging þessi er hugsuð fyrir flutning á tali sem og gagnaflutningsleið milli skips og lands.

gervihnattasími

Gjaldmælir

Gjaldmælir og eftirlitskerfi

Tel-Log er símaeftirlitskerfi sem er í senn gjaldmælir og eftirlitskerfi, og sem tengir saman notanda og fjarskiptakerfi. Þetta er hagkvæm heildarlausn við samtengingu óskyldra fjarskiptakerfa í eitt gjaldtökukerfi.

eftirlitskerfi

Sjópóstur

Hagkvæm leið í miðlun á tölvupósti

Með Sjópósti Símans er á hagkvæman hátt hægt að miðla tölvupósti á alla áhöfnina, skrá notkun tölvupósts og síma og flytja rafræn gögn milli skips og lands. Sjópóstur er ekki háður neinum einum fjarskiptamiðli og velur sjálfvirkt það kerfi sem er aðgengilegt og hagkvæmast hverju sinni. Hægt er að senda gögn með Inmarsat.

sjópóstur