Hljóðskilaboð - textaskilaboð - tölvupóstur í sms

Hér finnur þú upplýsingar um þá skilaboðaþjónustu sem Síminn hefur að bjóða.

Vef SMS

Vef SMS er þægileg leið til að senda skilaboð á vini og kunningja, þar sem þú getur sent á marga aðila samtímis. Skilaboðin koma frá númerinu þínu og því geta viðtakendur svarað þér tilbaka.

SMS magnsendingar

Með SMS magnsendingum er hægt að senda SMS skilaboð á allt að 1000 aðila í einu, bæði innanlands og utan. Ef forritað er á móti kerfinu er í raun ekkert hámark hvað hægt er að senda á marga aðila. Hægt er að afrita símanúmer úr skjali beint inn í vefviðmótið.

Valið er hvaða nafn birtist sem sendandi skilaboða, eins og til dæmis SIMINN.

Sótt er um þjónustuna hér á vefnum og tekur afgreiðsla þeirra um þrjá daga.

Mánaðarverð: 5.500 kr.
SMS: Verð 7 kr. pr SMS

Tölvupóstur í SMS

Hvert og eitt símanúmer er með sitt eigið netfang (símanúmer@vit.is) og tölvupóstur sem er sendur á það breytist í sms skeyti og er sent á símanúmerið. Það verður að vera búið að skrá að sendandinn á tölvupóstinum sé leyfður.

Móttakandinn er rukkaður 9 kr pr skeyti og þess vegna er mikilvægt að skrá inn hverjir mega senda viðkomandi skilaboð á þennan hátt til að forðast óæskilegan kostnað. Ekkert mánaðargjald er á þjónustunni.

Á leið til útlanda?

Hvað kostar að vera í sterku sambandi

Símaappið

Vertu með Símaappið og fylgstu vel með allri notkun þinni.