The Voice Ísland á föstudaginn kl. 20:00

Hrafnhildur Ýr - Stone Cold

Arnar Dór - Þú átt mig ein

Þórdís Imsland - Girl On Fire

Tumi

Tumi

Rósa

Rósa

Karítas

Karítas

Sigurjón

Sigurjón

Viðja

Viðja

Linda

Linda

Hrafnhildur

Hrafnhildur

Tómas

Tómas

Þórdís

Þórdís

Ísold

Ísold

Þórir

Þórir

Arnar

Arnar

Helgi Björnsson

Helgi Björnsson

Helgi er einn vinsælasti poppsöngvari Íslands og hefur rúmlega 30 ára reynslu úr íslenska tónlistarlífinu. Hann hefur einnig verið afkastamikill leikari í kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum. Helgi byrjaði í hljómsveitinni Grafík árið 1983 sem gaf út tvær hljómplötur og stofnaði svo Síðan Skein Sól árið 1987. Frægðarsól hans reis hratt og með hljómsveitinni Síðan Skein Sól litu átta hljómplötur dagsins ljós sem nutu mikilla vinsælda. Hljómsveitin var iðin við tónleikahald um allt land sem og lagasmíðar í fjölmörg ár. Helgi hefur auk þess gefið út nokkrar sólóplötur. Helgi fór svo á kostum í sjónvarpsþáttunum Ligeglad síðasta haust.

Salka Sól Eyfeld

Salka Sól Eyfeld

Salka Sól hefur skotist upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Hún syngur með einni vinsælustu hljómsveit landsins, AmabAdamA, rappar með Reykjavíkurdætrum og hefur starfað sem sjónvarps- og útvarpskona. Hún stundaði leiklistar- og tónlistarnám í London en flutti aftur til Íslands árið 2013 og hefur verið önnum kafin í starfi við tónlist og fjölmiðla. Árið 2014 var Salka Sól kjörin besta söngkonan á íslensku tónlistarverðlaunahátíðinni en hún hefur tekið að sér mörg og ólík verkefni á listasviðinu. Meðal annars var hún ein þriggja kynna í Eurovision söngkeppni Ríkissjónvarpsins og nú mun hún takast á við þjálfarahlutverkið í The Voice Ísland.

Svala Björgvinsdóttir

Svala Björgvinsdóttir

Svala hóf söngferil sinn aðeins 7 ára gömul þegar hún söng á hljómplötu hjá föður sínum, Björgvini Halldórssyni, einum ástsælasta söngvara Íslands. Svala byrjaði ung að semja og taka upp tónlist með skoska framleiðandanum Ian Morrow og árið 1999 skrifaði Svala undir 6 platna samning við EMI og Priority Records. Hljómplötusamningurinn var einn sá stærsti sem gerður hafði verið með íslenskum tónlistarmanni og fyrsta platan, The Real Me, kom út árið 2001. Titillag plötunnar, komst ofarlega á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Svala og Steed Lord flutti til Los Angeles árið 2009 og hefur gert það gott síðan og unnið til fjölmargra verðlauna.

Unnsteinn Manuel Stefánsson

Unnsteinn Manuel Stefánsson

Unnsteinn er einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sinnar kynslóðar á Íslandi. Hann er forsprakki hljómsveitarinnar Retro Stefson, einnar vinsælustu hljómsveitar Íslands um þessar mundir, en sveitin var stofnuð árið 2006. Hann hefur einnig gert það gott sem sólótónlistarmaður. Ásamt því að vera einn þjálfara í The Voice Ísland sér Unnsteinn um sjónvarpsþáttinn Hæpið sem er lífstílsþáttur fyrir ungt fólk og sýndur í Ríkissjónvarpinu. Unnsteinn hefur meðal annars verið tilnefndur til Edduverðlauna sem vinsælasti sjónvarpsmaðurinn. Logi Pedro mun svo aðstoða Unnstein í þáttunum en þeir bræður mynda frábært teymi.

Um The Voice

Sviðið í The Voice Ísland


Í þáttunum The Voice er verið að leita að hæfileikaríkasta söngvaranum en ólíkt öðrum sambærilegum hæfileikakeppnum eru þátttakendur valdir fyrirfram og því eru þeir allir frambærilegir söngvarar. Þátturinn var fyrst sýndur í Hollandi árið 2010. Hann hefur síðan þá verið endurgerður í öllum heimshornum og er Ísland 61. landið sem gerir sína eigin útgáfu.

Þættirnir skiptast í nokkur keppnisþrep en í íslensku útgáfunni verða þau þrjú. Í fyrsta keppnisþrepi syngja þátttakendur í svokölluðu „blind audition“, en þá mæta þeir í fyrsta sinn á svið og syngja fyrir þjálfarana án þess þó að þjálfararnir sjái þá þar sem þeir snúa baki í sviðið og söngvarana. Hver þjálfari velur átta söngvara til að vinna með og mynda þannig lið. Eftir þetta eru liðin skorin niður í svokölluðum bardögum. Þar takast tveir söngvarar á í einu og sama laginu og sá sem syngur betur heldur áfram. Eftir bardagana standa 16 þátttakendur, fjórir úr hverju teymi. Í þriðja þrepinu keppa þeir sín á milli í beinni útsendingu og þurfa að syngja sig inn í hjörtu landsmanna, en þeir hafa valið um vinningin í gegnum símakosningu. Margir þekktir tónlistarmenn hafa tekið að sér þjálfarahlutverkið í erlendu þáttunum, meðal annars Usher, Christina Aguilera, Cee Lo Green, Adam Levine og Shakira.

Kynnar

Kynnar á The Voice Ísland


Svali og Svavar hafa starfað saman með útvarpsþátt á K100 í rúmlega þrjú ár og stjórnuðu einnig sjónvarpsþættinum Svali&Svavar sem sýndur var á SkjáEinum og tengdist að mörgu leyti þáttaröðinni Biggest Loser Ísland. Báðir hafa áralanga reynslu af fjölmiðlum. Svali hefur starfað í útvarpi frá árinu 1991 og einnig unnið við sjónvarp. Svavar hefur starfað við fjölmiðla frá 1992 og hefur unnið nokkra þætti í sjónvarpi í gegnum tíðina auk þess sem hann hefur einnig starfað sem hárgreiðslumaður á Stöð 2.

Það er alveg magnað hvað þú færð fyrir 13.000 kr á mánuði

Með Heimilispakka Símans geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í sjónvarps- og internetþjónustu.

  • Sjónvarp Símans Premium
  • Heilar þáttaraðir
  • Sjónvarp Símans appið
  • 9 erlendar stöðvar
  • Spotify Premium
  • Endalaus heimasími
  • Netið 250 GB