Sjónvarp Símans Premium

Njóttu þess að halla þér aftur í sófanum og horfðu á allt það efni sem Sjónvarp Símans Premium býður upp á þegar þér hentar.

 • Þú getur horft á nýjustu þættina áður en þeir eru sýndir í Sjónvarpi Símans.
 • Heilar þáttaraðir af gríni, spennu, og drama þegar þig langar til að horfa.
 • Þættirnir bíða þin þangað til þú hefur tíma til að horfa.
 • Tímaflakk minnkar daglegt stress því þú spólar dagskrána í Sjónvarpi Símans einfaldlega allt að sólarhring aftur í tímann.

Sjónvarp Símans Premium fylgir í Heimilispakkanum og er í boði fyrir alla sem eru með Sjónvarp Símans.

Mánaðarverð
4.500 kr.

Sjónvarp Símans

 • Vönduð línuleg dagskrá SD og HD

Sjónvarp Símans Premium

 • Vönduð efnisveita í HD
 • Forsýningar
 • Heilar þáttaraðir
 • Tímaflakk
 • Horfðu í snjalltækinu
 • Vönduð efnisveita
Ég vil Sjónvarp Símans Premium

Þú stýrir þinni dagskrá

Sjónvarp Símans Premium gefur viðskiptavinum tækifæri til að horfa á efni eins og þeim hentar. Með fylgir ógrynni af heilum þáttaröðum sem áhorfendur geta horft á frá upphafi til enda.

Aðgengilegt í Sjónvarpi Símans hvort heldur sem er í sjónvarpstæki eða með appinu í snjalltækinu. Tímaflakk minnkar daglegt stress því þú spólar dagskrána í Sjónvarpi Símans einfaldlega allt að sólarhring aftur í tímann.

Nýjustu þættirnir

Heilar þáttaraðir

Með Sjónvarp Símans Premium fylgir ógrynni af heilum þáttaröðum sem áhorfendur geta horft á frá upphafi til enda. Um nýlegar þáttaraðir eru að ræða, og munu margar hverjar fara beint í safnið til viðbótar við þær þáttaraðir sem sýndar eru á Sjónvarp Símans.

Forsýningar

Með Sjónvarp Símans Premium verða allir helstu erlendu þættirnir aðgengilegir morguninn eftir forsýningu í Bandaríkjunum og eiga því kost á sjá þættina mun fyrr en þegar þeir fara í almenna dagskrá hjá Sjónvarp Símans. Þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarp Símans Premium.

Scream Queens

Gamansöm og spennandi þáttaröð sem gerist á heimavist háskóla þar sem morðingi gengur laus og enginn er óhultur. Morðin virðast tengjast slysi sem varð 20 árum áður og vinsælu stelpurnar í Kappa-systralaginu eru í bráðri hættu.

Nánar

Limitless

Dramatísk þáttaröð sem byggð er á samnefndri kvikmynd sem skartaði Bradley Cooper í aðalhlutverki. Þættirnir fjalla um ungan mann sem prófar lyf sem opnar fyrir honum nýjar víddir. Alríkislögreglan freistar þess að nýta sér hæfileika hans til að leysa flókin sakamál.

Nánar

The Bastard Executioner

Stórbrotin þáttaröð sem gerist seint á miðöldum og segir frá riddara í hirð Játvarðs konungs sem er búinn að fá nóg af átökum og stríði. Hann er staðráðinn í að slíðra sverðið fyrir fullt og allt en neyðist til að taka við blóðugasta sverðinu, sverði böðulsins.

Nánar á IMDB

Rosewood

Bandarísk þáttaröð um dr. Beaumont Rosewood Jr. sjálfsætt starfandi meinatækni sem rannsakar morðmál í Miami. Hann rekur sína eigin rannsóknarstofu og notar nýjustu tækni til að aðstoða sig við að lesa í líkin og finna vísbendingar um dánarorsök sem aðrir sjá ekki.

Nánar

Minority Report

Spennandi þáttaröð sem byggð er á samnefndri mynd. Núna eru 10 ár síðan lögreglan hætti að nota þessa aðferð og einn ungmennanna þriggja, Dash, á erfitt með að aðlagast eðlilegu lífi. Hann sér áfram sýnir af glæpum sem hafa ekki verið framdir og kynnist lögreglukonu sem er tilbúin til að nýta sér hæfileika hans. Ekki byrjað í opinni dagskrá

Nánar

Crazy Ex-Girlfriend

Skemmtileg og óvenjuleg þáttaröð þar sem söngur kemur mikið við sögu. Hún fjallar um unga konu sem leggur allt í sölurnar í leit að stóru ástinni og brest í söng þegar draumórarnir taka völdin. Hún eltir gamlan kærasta til smábæjar í Kaliforníu en eina vandamálið er að hann er lofaður annarri stúlku. Ekki byrjað í opinni dagskrá

Nánar á IMDB

The Affair

Við höldum áfram að fylgjast með fjórmenningunum úr fyrstu þáttaröðinni, Alison, Cole, Noah og Helen og hvernig þau takast á við afleiðingar ástarsambandsins sem eyðilagði fyrri hjónabönd þeirra. Ekki byrjað í opinni dagskrá

Nánar

Younger

Bandarísk gamanþáttaröð með Sutton Foster og Hilary Duff í aðalhlutverkum. Liza Miller er fertug og nýfráskilin. Eftir árangurslausa leit að vinnu ákveður hún að gjörbreyta lífi sínu og þykjast vera 26 ára. Fljótlega fær hún draumastarfið og nýtt líf hefst sem kona á þrítugsaldri.

Nánar á IMDB

Wicked City

Hér er á ferðinni mögnuð þáttaröð sem fjallar um hinn sérvitra háskólaprófessor Dr.Daniel Pierce sem leikinn er af Eric McCormack.

Nánar á IMDB

The Muppets

Prúðuleikararnir eru mættir aftur á skjáinn eftir 17 ára hlé. Kermit, Svínka og allar hinar hetjurnar hafa verið kallaðar aftur til starfa og áhorfendur fá að kynnast þessum einsöku persónum í blíðu og stríðu. Fullorðinslegri Prúðuleikarar fyrir krakka á öllum aldri.

Nánar á IMDB

Code Black

Dramatísk þáttaröð sem gerist á bráðamóttöku sjúkráhúss í Los Angeles, þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar leggja allt í sölurnar til að bjarga mannslífum. Hver sekúnda getur skipt sköpum í baráttu upp á líf og dauða. Aðalhlutverkin leika Marcia Gay Harden, Bonnie Somerville, Raza Jaffrey, Luis Guzman og Ben Hollingsworth.

Nánar á IMDB

Blue Bloods

Reagan fjölskyldan á sér langa sögu innan lögreglunnar í New York. Frank er lögreglustjóri borgarinnar sem aldrei sefur á meðan synir hans tveir starfa sem lögreglumenn. Dóttir hans er fráskilinn aðstoðarsaksóknari. Elsti sonurinn beitir vafasömum aðferðum réttlætis á meðan Jamie, sá yngsti gefur lögfræðiferil sinn upp á bátinn og gerist lögregluþjónn.

Nánar á IMDB

CSI: Cyber

Sérfræðingar innan alríkislögreglu Bandaríkjanna (e.FBI) rannsaka glæpastarfsemi á Internetinu. Með aðalhlutverk fara Patricia Arquette, Luke Perry og James Van Der Beek.

Nánar á IMDB

Quantico

Spennuþáttaröð um unga nýliða í bandarísku alríkislögreglunni sem þurfa að komast í gegnum þrotlausa þjálfun hjá FBI í Quantico. Aðeins þau bestu komast inn í Quantico, en einn nýliðanna er grunaður um að standa á bak við stærstu hryðjaverkaárás í Bandaríkjunum síðan árás var gerð á tvíburaturnana í New York 11. september, 2001.

Nánar á IMDB

Black-ish

Nýrík fjölskylda tekst á við þær breytingar að efnast hratt og koma sér sífellt í aðstæður sem þau eiga erfitt með að vinna úr. Antony Anderson úr Transformers leikur aðalhlutverkið og Laurence Fishburn eitt af aukahlutverkunum.

Nánar á IMDB

Fargo

Bandarísk þáttaröð um sérstætt sakamál í smábæ í Minnesota. Önnur þáttaröðin gerist árið 1979 þegar Lou Solverson var ungur lögreglumaður sem hafði nýverið snúið heim úr Víetnamstríðinu. Hann rannsakar mál sem tengist litlu glæpagengi og samskiptum þess við mafíuna.

Nánar á IMDB

Law and Order: SVU

Bandarískir sakamálaþættir um kynferðisglæpadeild innan lögreglunnar í New York borg.

Nánar á IMDB

Jane The Virgin

Við höldum áfram að fylgjast með Jane sem varð óvart ólétt eftir frjósemisaðgerð sem var aldrei ætluð henni. Andrea Navedo hefur skapað sér stóran sess sem sterkur nýliði í gríni og uppistandi og fær nú stóra tækifærið í sjónvarpi í þessum nýju og fersku gamanþáttum.

Nánar á IMDB

How to Get Away With Murder

Viola Davis leikur lögfræðing sem rekur lögmannsstofu með fimm fyrrum nemendum sínum. Hún rekur þau áfram af miklu harðfylgi og oftar en ekki brýtur hún lög og reglur til að ná sínu fram. Hörkuspennandi þættir frá Shonda Rhimes, framleiðanda Greys Anatomy.

Nánar á IMDB

The Voice USA

Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. Gwen Stefani snýr aftur í dómarasætið ásamt Pharell Williams, Blake Shelton og Adam Levine.

Nánar á IMDB

Top Chef

Það er komið að áttundu seríunni í þessum stórskemmtilega bandaríska raunveruleikaþætti. Í þetta sinn snúa 18 fyrrum þátttakendur í Top Chef aftur og keppa á móti hvert öðru um hæfni og getu í eldhúsinu.

Nánar á IMDB

Ray Donovan

Vandaðir þættir um harðhausinn Ray Donovan sem reynir að beygja lög og reglur sem stundum vilja brotna.

Nánar á IMDB

Reign

Mary, drottning Skotlands, er ætlað að giftast frönskum prins og tryggja þar með bandalag Frakkklands og Skotlands. Hún kemst hins vegar fljótt að því að ráðahagurinn er síður svo öruggur og að pólítískir fjandmenn í frönsku hirðinni leggja allt í sölurnar til að koma í veg fyrir brúðkaupið.

Nánar á IMDB

Madam Secretary

Téa Leoni leikur Elizabeth McCord, fyrrum starfsmann leynilögreglunnar og háskólaprófessor, sem verður óvænt og fyrirvaralaust skipuð sem næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún er ákveðin, einbeitt og vill hafa áhrif á heimsmálin en oft eru alþjóðleg stjórnmál snúin og spillt.

Nánar á IMDB

Scorpion

Önnur þáttaraöðin af sérvitra snillingnum Walter O'Brien og teyminu hans sem eru með yfirburðarþekkingu hvert á sínu sviði. Hópurinn vinnur fyrir bandarísk yfirvöld og leysir óvenju flóknar ógnanir sem er ekki á færi annarra sérfræðinga að takast á við.

Nánar á IMDB

Scandal

Fimmta þáttaröðin af Scandal er byrjuð með Olivia Pope (Kerry Washington) í fararbroddi. Scandal – þáttaraðirnar eru byggðar á starfi hinnar bandarísku Judy Smith, almannatenglaráðgjafa, sem starfaði meðal annars fyrir Monicu Lewinsky en hún leggur allt í sölurnar til að vernda og fegra ímynd hástéttarinnar í Washington. Vandaðir þættir um spillingu og yfirhylmingu á æðstu stöðum.

Nánar á IMDB

Odd Mom Out

Bandarískur gamanþáttur sem er lauslega byggður á lífi skáldkonunnar Jill Kargman en hún leikur einmitt aðalhlutverkið. Í þáttunum fá áhorfendur skemmtilega sýn á líf forríkra mæðra í ríkisbubbahverjum New York borgar.

Nánar á IMDB

Tímaflakk - þú átt það skilið

Tímaflakk fyrir dýralækna

Tímaflakk á öllum rásum

Tímaflakk fyrir dýralækna

Tímaflakk á öllum rásum

Tímaflakk fyrir Huldu

Tímaflakk á öllum rásum
Sjónvarp Símans er sjónvarpsstöð með glæsilegt úrval af frábærum sjónvarpsþáttum, jafnt innlendum sem erlendum. Kynntu þér dagskrá hér fyrir neðan.

Það er alveg magnað hvað þú færð fyrir 13.000 kr á mánuði

Með Heimilispakka Símans geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í sjónvarps- og internetþjónustu.

 • Sjónvarp Símans Premium
 • Heilar þáttaraðir
 • Sjónvarp Símans appið
 • 9 erlendar stöðvar
 • Spotify Premium
 • Endalaus heimasími
 • Netið 250 GB