Fbtrackmynd

Tilnefningarnefnd

Síminn hf. setti á laggirnar tilnefningarnefnd í samræmi við ákvörðun hluthafafundar félagsins þann 28. nóvember 2018, sbr. einnig ályktun aðalfundar þann 15. mars 2018. Tilgangur tilnefningarnefndar Símans hf. er að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins.
Jafnlaunavottun
Tilgangur tilnefningarnefndar

Síminn hf. setti á laggirnar tilnefningarnefnd í samræmi við ákvörðun hluthafafundar félagsins þann 28. nóvember 2018, sbr. einnig ályktun aðalfundar þann 15. mars 2018. Tilgangur tilnefningarnefndar Símans hf. er að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir þekkingu og reynslu stjórnar sem heild og í framhaldi metur frambjóðendur út frá þekkingu og reynslu og hvort þeir geti sinnt skyldum sínum samkvæmt samþykktum félagsins, lögum um hlutafélög nr. 2/1995, auk annarra laga og reglugerða sem gilda um félagið.

Ekki er sjálfgefið að breyta þurfi samsetningu stjórnar á hverjum tíma en slíkt er háð aðstæðum hverju sinni, virkni núverandi stjórnar og vilja núverandi stjórnarmanna til áframhaldandi stjórnarsetu.

Tilnefningarnefnd

Nefndin skal skipuð af þremur nefndarmönnum. Meirihluti nefndarinnar skal vera óháður félaginu og framkvæmdastjórn þess.  Tveir nefndarmenn skulu kjörnir af aðalfundi á hverju ári og einn fulltrúi skal kjörinn af stjórn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Í tilnefningarnefnd Símans eru:

Jensína og Steinunn voru kjörnar á hluthafafundi þann 28. nóvember 2018 og Bertrand var valinn af stjórn.

Starfsreglur tilnefninganefnda má nálgast hér.

Stærstu hluthafar

Hlutabréfaupplýsingar

2019

2018

2017

2016

2015

Væntanlegt
Vinna við búnað á Malarrifi á Snæfellsnesi.
Frá: 28.05.2019 02:00
Til: 28.05.2019 04:00
Örbylgjudeild Mílu hefur skipulagt vinnu við lagfæringar á búnaði á Malarrifi. Eftirfarandi þjónusta munu rofna í um það bil 1 - 5 mínútur á meðan á vinnu stendur:

Farsími (3G): Malarrif
Farsími (3G/4G): Purkhólar