Tilnefningarnefnd

Jafnlaunavottun

Tilgangur tilnefningarnefndar

Síminn hf. setti á laggirnar tilnefningarnefnd í samræmi við ákvörðun hluthafafundar félagsins þann 28. nóvember 2018, sbr. einnig ályktun aðalfundar þann 15. mars 2018. Tilgangur tilnefningarnefndar Símans hf. er að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir þekkingu og reynslu stjórnar sem heild og í framhaldi metur frambjóðendur út frá þekkingu og reynslu og hvort þeir geti sinnt skyldum sínum samkvæmt samþykktum félagsins, lögum um hlutafélög nr. 2/1995, auk annarra laga og reglugerða sem gilda um félagið. Ekki er sjálfgefið að breyta þurfi samsetningu stjórnar á hverjum tíma en slíkt er háð aðstæðum hverju sinni, virkni núverandi stjórnar og vilja núverandi stjórnarmanna til áframhaldandi stjórnarsetu.

Í tilnefningarnefnd Símans eru:

  1. Jensína Kristín Böðvarsdóttir, formaður nefndarinnar
  2. Steinunn Kristín Þórðardóttir
  3. Sverrir Briem

Jensína og Steinunn voru kjörnar á hluthafafundi þann 28. nóvember 2018 og Sverrir var valinn af stjórn. Starfsreglur tilnefninganefnda má nálgast hér.

Stærstu hluthafar

Hluthafar Símans

Hlutabréfaupplýsingar

Hlutabréfaupplýsingar
Veldu ár
Ár
Uppgjör 2020
Uppgjör 2019
Uppgjör 2018
Uppgjör 2017
Uppgjör 2016
Uppgjör 2015
Veldu tungumál
Tungumál
Uppgjör EN
Uppgjör IS
Veldu ársfjórðung
Ársfjórðungur
Uppgjör Q4
Uppgjör Q3
Uppgjör Q2
Uppgjör Q1