Reikipakki

Ég vil skrá mig úr Reikipakka. Hvað geri ég þá? Ég vil skrá mig úr Reikipakka. Hvað geri ég þá?

Hafðu samband við Fyrirtækjaþjónustu Símans 800 4000 til að hætta í þjónustunni.

Hvaða notkun erlendis er EKKI innifalin í Reikipakka?

Ef farið er umfram 10 GB innan mánaðar er greitt 1.500 kr. fyrir hver 2 GB umfram.
Netnotkun, símtöl og sms í og til annarra landa en Evrópu (EES löndin), USA, Kanada, Ísrael, Sviss og Indlands eru gjaldfærð samkvæmt almennri verðskrá fyrir reiki.

Hvernig veit ég hvaða kjör gilda í hvaða landi?

Við sendum þér SMS og látum þig vita þegar þú lendir í landi þar sem Reikipakkinn eða Ferðapakkinn gildir.

Ég er með Gagnakort tengt áskriftinni minni. Get ég notað netið í Reikipakkanum með Gagnakortinu mínu?

Nei. Gagnakortið getur ekki notað netið í Reikipakkanum.

Ég er með 50 GB innifalin í áskriftinni minni á Íslandi og 15 GB innifalin í EES löndum. Ef ég er með Reikipakka með 10 GB. Á ég þá 25 GB til að nota í EES löndum?

Nei. Þú ert með samtals 10 GB innifalin í EES og öðrum löndum Reikipakkans.

Hvaða lönd eru innifalin í pakkanum?
 • Austurríki
 • Belgía
 • Bretland (England, Skotland, Wales og Norður-Írland)
 • Búlgaría
 • Danmörk
 • Eistland
 • Finnland
 • Frakkland
 • Grikkland
 • Holland
 • Indland
 • Írland
 • Ísrael
 • Ítalía
 • Kanada
 • Króatía
 • Kýpur (gríski hlutinn)
 • Lettland
 • Liechtenstein
 • Litháen
 • Lúxemborg
 • Malta
 • Noregur
 • Portúgal
 • Pólland
 • Rúmenía
 • Spánn
 • Slóvakía
 • Slóvenía
 • Svíþjóð
 • Sviss
 • Tékkland
 • Ungverjaland
 • USA
 • Þýskaland

Hvað er Reikipakki 10 GB?

Reikipakki er viðbót á Fyrirtækjaáskrift en með honum færðu endalaus símtöl og sms milli Íslands og allra landa í pakkanum. Innifalin eru 10 GB til að nota í völdum löndum í Evrópu, Norður Ameríku og Asíu. Ef farið er umfram 10 GB innan mánaðar er greitt 1.500 kr. fyrir hver 2 GB umfram.

Ég er í Ferðapakka og ferðast til USA. Reikipakki gildir líka í USA. Hvort nota ég netið úr Ferðapakkanum eða Reikipakkanum?

Innifalin kjör í Reikipakka gilda í þeim löndum þar sem báðar vörur eru í boði.