Lagalegur fyrirvari

Síminn ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef Símans né tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn um skemmri eða lengri tíma, þar með talið, en einskorðað við, tjón vegna tapaðra viðskipta notenda.

Almennt

Síminn á höfundarréttinn af öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef Símans, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki Símans þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef Símans, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis umræddar upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita eða dreifa.

Óheimilt er að senda efni sem brýtur gegn lögum og almennu velsæmi, er ærumeiðandi, ósæmandi á einhvern hátt eða hefur að geyma óstaðfestar ásakanir eða dylgjur í garð einstaklinga eða lögaðila.
Síminn ábyrgist ekki að upplýsingar sem birtast á vef þessum séu réttar. Síminn ábyrgist ekki efni sem upprunnið er hjá þriðja aðila og birt er á vefnum. Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta innihaldi þessa vefs á hvaða hátt sem er og hvenær sem er, í hvaða tilgangi sem er, án fyrirfram tilkynningar og tekur ekki ábyrgð á neinum hugsanlegum afleiðingum slíkra breytinga.

Upplýsingar um þig

Vakin er athygli á því að þegar farið er inn á heimasíðu Símans vistast kökur (e. cookies) í tölvu notandans. Kökur eru litlar textaskrár sem eru notaðar til þess að greina heimsóknir á vefsíðuna eftir IP-tölum. Aðrar vefsíður geta ekki lesið upplýsingarnar sem eru geymdar í kökunni.

Upplýsingar sem verið er að safna af vef Símans um notendur eru:

  • Fjöldi gesta og fjöldi innlita frá gestum
  • Lengd innlita gesta
  • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft
  • Tegund skráa sem sóttar eru af vefnum (t.d. pdf eða doc)
  • Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notuð til að skoða vefinn
  • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn
  • Hvenær dagsins vefurinn er skoðaður

Þessar upplýsingar eru notaðar til þess afla vitneskju um notkun á vefnum og hvaða efni fólk hefur áhuga á að skoða. Þannig getum við aðlagað vefinn betur að þörfum notenda. Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum með einföldum hætti. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna á heimasíðum flestra vafra.

Vefkökur

NafnVefsíðaFellur úr gildi 
X-Salesforce-CHATc.la1-c2-lon.salesforceliveagent.comí lok aðgerðar
X-Salesforce-CHATd.la1-c2-lon.salesforceliveagent.comí lok aðgerðar 
X-Salesforce-CHATd.la1-c2-par.salesforceliveagent.comí lok aðgerðar 
IDE.doubleclick.net1 ár 
NID.google.com6 mánuðir 
SESSc4c4e5c511f9a2d6e73acdebd5d7f23dkeldan.isí lok aðgerðar 
AWSALBkeldan.is7 dagar 
x-csrf-jwtsiminn.speedtestcustom.comí lok aðgerðar 
__cfduid.siteimproveanalytics.com1 ár 
_ga.spotify.com2 ár 
_gat.spotify.com1 mínúta 
_gat_gtag_UA_5784146_31.spotify.com1 mínúta 
_gid.spotify.com1 dagur 
sp_landing.spotify.com1 dagur 
sp_t.spotify.com2 mánuðir 
liveagent_orefwww.siminn.is10 ár 
liveagent_ptidwww.siminn.is10 ár 
liveagent_sidwww.siminn.isí lok aðgerðar 
liveagent_vc
www.siminn.is10 ár 
GPS.youtube.com30 mínútur 
PREF.youtube.com8 mánuðir 
PREFVISITOR_INFO1_LIVE.youtube.com6 mánuðir 
YSC.youtube.comí lok aðgerðar