PSTN talsímakerfi Símans

Síminn mun á næsta ári, árið 2020, loka PSTN talsímakerfinu sem er yfir kopar og hefur þjónað landsmönnum í yfir 35 ár. Kerfið er nú komið fram yfir líftíma sinn og við tekur fjórða kynslóð talsímakerfa sem felur í sér möguleika sem ekki hafa verið í boði áður. Fyrsti áfangi lokana mun hefjast þann 1. febrúar 2020. 

Lokað verður fyrir nýskráningar og flutning milli staða í talsímakerfinu þann 1.júní 2019.

Helstu spurningar varðandi breytinguna

Hvað er PSTN talsímakerfið?

PSTN kerfið (e. Public switched Telephone Network) er hefðbundið rásaskipt símkerfi þar sem símtali er breytt í rafræn boð sem fara eftir fyrirfram ákveðnum rásaskiptum leiðum. Notendur tengjast með koparþræði og nær kerfið til yfir 99% heimila í landinu. Merkjasendingar sem setja upp símtalið ákveða hvaða leið er farin milli tveggja notanda í talsímaþjónustunni. Símanúmer er auðkenni hvers áskrifanda og tengjast ákveðinni staðsetningu eða heimilisfangi.

Hverju er verið að breyta?

Síminn mun á næsta ári, árið 2020, loka PSTN talsímakerfinu sem er yfir kopar. Lokað verður fyrir nýskráningar og flutning milli staða í talsímakerfinu 1.júní 2019.

Af hverju þessi breyting?

PSTN talsímakerfið hefur þjónað landsmönnum í yfir 35 ár og er því komið fram yfir líftíma sinn. Við tekur fjórða kynslóð talsímakerfa sem felur í sér möguleika sem ekki hafa verið í boði áður.

Mun þessi breyting hafa áhrif á internettenginguna mína?

Aðeins er um að ræða lokun á talsíma og því hefur þessi breyting engin áhrif á gagnaflutningstengingar yfir koparkerfið eins og ADSL, VDSL, ISDN stofntengingar eða talsíma sem fer yfir net (VoIP).

Ég er með öryggiskerfi, hefur þetta áhrif á það?

Já, ef núverandi fyrirkomulag er að símkerfið sé tengt yfir hefðbundinn talsíma á koparlínu. Við mælum haft sé samband við þjónustuaðila öryggiskerfisins og það fært yfir á gagnaflutningstengingar eða farsímasamband. 

Fyrir hvaða tíma þarf ég að vera búin/n að bregðast við?
Hver er staðgönguvaran?

Við mælum með að allar þjónustur sem að nota talsímakerfið í dag verði færðar yfir á gagnaflutningstengingar.

  • Talsímar fara yfir á VoIP.
  • Öryggiskerfi nota gagnaflutningstengingar eða farsímasamband.
  • Öryggis- og neyðarsímar nota farsímasamband eða VoIP.
  • Mælar og nemar fara yfir á önnur kerfi.
 

Hvað er VoIP?

VoIP stendur fyrir “Voice over Internet Protocol”. Með VoIP er talmáli breytt í gagnaflutningspakka sem sendir eru út á internetið. Ólíkt PSTN kerfinu eru upphafsstaður og endastaður símtals ekki skilgreindir sem heimilisfang heldur sem vistfang (IP tala).