Þráðlaus myndlykill

Hér er að finna leiðbeiningar um uppsetningu á þráðlausum myndlykli eins og Sagemcom 4K. 

Uppsetning

Upplýsingar um virkni

  • Virkar eingöngu Sagemcom 4k myndlykillinn á þráðlausu neti.
  • Myndlyklar tengdir þráðlaust hafa takmarkað stöðvaframboð og notkun á honum telur í gagnamagnsnotkun.
  • Þráðlaus myndlykill sýnir þær áskriftir sem þú ert með en þó mest 18 stöðvar sem raðað er eftir vinsældum. Stöðvarnar eru RÚV, Sjónvarp Símans, Stöð 2, N4, Eurosport, Eurosport 2, Stöð2 sport, Stöð2 sport2, DR1, SVT1, History Channel, Discovery, National Geographic, Sky News, Boomerang, E, RÚV 2, NRK1. Einnig er hægt að horfa á Sjónvarp Símans Premium, Frelsi, SíminnBíó og SíminnKrakkar.
  • Það er hægt er að nota myndlykilinn þráðlaust heima við. Þá telur notkunin af inniföldu gagnamagni. Við mælum þó með að tengja myndlykil frekar beint við beini. Þá er notkunin ekki tengd við gagnamagnið og engar takmarkanir á sjónvarpsþjónustunni.
  • Ef þú ætlar að tengja hann í gegnum farsímanet (3G/4G) gæti verið hagstætt að breyta áskriftarpökkum þínum í samræmi við notkun. Hægt er að sjá pakkana sem eru í boði hér.

Hvað fylgir með í kassanum?

  • Myndlykillinn
  • Straumbreytir
  • Netsnúra
  • HDMI snúra
  • Leiðarvísir

Hvernig tengi ég myndlykilinn

1. Staðsettu myndlykil sem næst beininum þínum eða símanum sem myndlykillinn á að tengjast við. Ef það er ekki nógu góð þráðlaus tenging milli myndlykils og netbúnaðar geta komið truflanir á útsendingunni.

2. Byrjaðu á að tengja HDMI snúru milli myndlykilsins og sjónvarpsins.

3. Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á rétta HDMI rás. Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem þú tengdir snúruna, númer hvað HDMI rásin er.

4. Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.

5. Á skjánum mun koma tilkynning um að netsamband náist ekki og þarf þá að ýta á „Menu“ til að fara í stillingar á þráðlausu neti.

6. Fylgdu leiðbeiningunum sem koma á skjáinn hvernig þú tengir myndlykilinn þráðlaust.

Eftir stutta stund kemur upp viðmót Sjónvarps Símans.

Mynd og hljómgæði

Myndlykillinn aðlagar myndgæðin eftir því hversu hröð nettengingin er. Ef hraði fer niður á tengingunni þá minnka gæðin í kjölfarið, eins ef hraðinn eykst aukast gæðin á útsendingunni. Yfir gott netsamband getur streymið verið að nota allt að 2 GB af gagnamagni á klukkustund. Það er því mikilvægt að vera með rétta áskrift á netbúnaðinum.

Við mælum með að fylgjast vel með gagnamagnsnotkun þinni og breyta áskriftum ef þess þarf. Við mælum með því að tengja myndlykilinn í gegnum 4G búnað eins og 4G router eða slíkt, hægt er að skoða úrvalið sem er í boði hjá Símanum í vefverslun okkar.

Myndlykillinn styður Dolby hljómgæði, framleitt samkvæmt leyfi frá Dolby Laboratories. Dolby, Dolby Audio og tvöfalda D-táknið eru vörumerki Dolby Laboratories.

Sagemcom 4K

Sjónvarp Símans með þér í fríið

Taktu Sagemcom 4K myndlykilinn með þér í fríið. Hann sýnir sama viðmót og er heima í stofu.
Myndgæðin laga sig að þeirra bandbreidd sem er í boði. Yfir gott samband getur streymið tekið allt að 2 GB gagnamagn á klukkustund.