Snjallari Bílar

Gerðu bílinn þinn snjallari

Með Snjallari bíl fylgist þú rafrænt með notkun og ástandi bílsins. Bætt aksturslag getur skilað margvíslegum ávinningi, mögulega færri tjónum og lægri rekstrarkostnaði.

Hentar sérstaklega fyrirtækjum sem reka bílaflota.
Innskráning
Snjallari bílar

Snjallari bílafloti

Hugbúnaðarlausn sem gerir notanda mögulegt að fylgjast rafrænt með staðsetningu og notkun bifreiðar. Lausnin er tengd tækjabúnaði sem komið er fyrir í bifreið notanda.

  • Kubbur í bílinn: 14.990 kr. m. VSK
  • Mánaðargjald 1.990 kr.
Panta

Betri akstur og minni kostnaður

Aukin yfirsýn

Rafræn yfirsýn yfir staðsetningu bíls og ferðir hans. Hægt er að sjá km fjölda, eldsneytiseyðslu ásamt meðal- og hámarkshraða.

Betra aksturslag

Færð endurgjöf á aksturslag sem mætti bæta, t.d. símanotkun undir stýri, keyrt yfir hámarkshraða eða krappar beygjur.

Áminningar um viðhald

Þú gleymir ekki að skipta um olíu eða endurnýja dekkin á Snjallari bíl. Þú stillir kerfið og færð að vita þegar tími er kominn á viðhald.

Spurt og svarað

Er þjónustan fyrir alla?

Þjónustan er fyrir alla en bifreiðin verður að styðja OBDII samskipti. OBDII gefur aðgang að upplýsingum um bifreiðina og er hægt að kanna hjá bílaumboðunum hvort bíltegundin þín styðji slíkt.

Fleiri spurningar og svör