Stella Blómkvist

Reykjavík sem aldrei varð

Ný íslensk leikin þáttaröð frá SagaFilm en í þáttunum er Ísland í blússandi góðæri og áhrif Kínverja á íslenskt efnahagslíf og stjórnmál eru mikil. Það er framið morð í Stjórnarráðinu og þar kemur Stella Blómkvist að málum. Byggt á bókunum um Stellu Blómkvist sem margir þekkja, en engin veit hver skrifar bækurnar. Stella er leikin af Heiðu Rún sem margir þekkja úr þáttunum Poldark.

Stella Blómkvist

Heiða Rún Sigurðardóttir í aðalhlutverki

Við fylgjum eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpastarfsemi hjá einstaklingum í valdastöðum.

Stella Blómkvist

Morðið í stjórnarráðinu

Fyrstu tveir þættirnir af Stellu Blómkvist fjalla um morð í stjórnarráðinu og fyrrum skjólstæðingur Stellu er gripinn glóðvolgur að athafna sig yfir líkinu. Fórnarlambið er ung aðstoðarkona forsætisráðherra og lögreglan telur málið liggja ljóst fyrir. Stella ákveður að taka að sér málið og er staðráðin í að komast að því hvað gerðist í raun og veru. Ekki líður á löngu þar til valdamiklir einstaklingar eru farnir að hafa afskipti af málinu.

Framleiðsla SagaFilm

Stærsta íslenska efni vetrarins

Sagafilm stendur að baki framleiðslunni á Stellu Blómkvist en þáttaröðin mun verða aðgengileg í heild sinni frá fyrsta degi. Leikstjóri er Óskar Þór Axelsson en hann er kannski þekktastur fyrir kvikmyndirnar Svartur á leik og Ég man þig. Í myndskránni er rekjanlegt merki tengt við áskrifanda í þeim tilgangi að rekja ólöglega notkun myndefnisins ef þörf krefur.

4K Myndlykill

Sjónvarp Símans með þér í fríið

Taktu Sagemcom 4K myndlykilinn með þér í fríið eða fáðu aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn. Myndlykillinn getur tengst þráðlaust á farsímaneti og því hægt að taka með sér og tengja við sjónvarp með HDMI tengi.

Skoða uppsetningu
HEIMILISPAKKI + FARSÍMI

TÍFALDAÐU GÍGABÆTIN!

Internet
Sjónvarp
Heimasími
+  
Farsími
=  
 
Með því að vera með Heimilispakkann og farsímaáskrift hjá Símanum fær fjölskyldan 10× meira gagnamagn í farsímann.
Kynntu þér málið

Dagskráin í dag 24. apríl

Núna 16:43
Lengd 00:23

Bandarísk gamanþáttaröð um skötuhjúin Doug og Carrie Heffernan.

Næst 17:06
Lengd 00:22

Bráðfyndin gamanþáttaröð um vinahóp sem lendir í ótrúlegum uppákomum. Aðalhlutverkin leika Josh Rador, Jason Segal, Cobie Smulders, Neil Patrick Harris og Alyson Hannigan.

Seinna 17:28
Lengd 00:46

Bandarískur spjallþáttur með sjónvarpssálfræðingnum Phil McGraw sem hjálpar fólki að leysa vandamál sín í sjónvarpssal.