Uppbygging 5G kerfis Símans hefur verið á fleygiferð síðustu misseri en tugir senda hafa verið settir upp það af er á þessu ári, og við erum hvergi nærri hætt. Yfir 100 sendar hafa nú þegar verið tengdir en við setjum 5G senda ekki aðeins upp á nýjum svæðum heldur þéttum við kerfið einnig sem tryggir enn betra samband.
Ásamt því að setja upp nýja 5G senda höfum við verið að uppfæra 4G senda á mörgum svæðum sem tryggir aukinn hraða og drægni sem færir viðskiptavinum okkar enn betra samband. 5G kerfi Símans er sett upp í samstarfi við okkar trausta sænska birgja Ericsson sem við höfum átt í góðu samstarfi við í yfir 100 ár rétt eins og allar fyrri kynslóðir farsímakerfa.
Þannig hefur 5G verið sett upp síðustu mánuði á Dalvík, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Grindavík, Hellu, Hvolsvelli, Kleifarvatni, Reykjanesbæ, Selfossi, Seyðisfirði, Skorradal, Stöðvarfirði, Tálknafirði, við Úlfljótsvatn og Vík í Mýrdal.
5G, fimmta kynslóð farsímakerfa færir viðskiptavinum Símans ekki aðeins aukinn hraða heldur einnig enn lægri svartíma sem þýðir að 5G getur t.d. nýst vel þeim sem ekki hafa aðgang að ljósleiðara og vilja hraða og örugga nettengingu á heimili sínu sem uppfyllir allar nútímakröfur.
Öll nýrri símtæki frá t.d. Samsung, Apple, Nothing, Nokia ofl. geta tengst 5G kerfi Símans ásamt t.d. 5G beinum (e. router).