
Við ætlum að skella okkur til Ibizafjarðar, kemur þú ekki með?🌴
Lagalisti með íslenskt stuð á keyrslutempói. Láttu Hermigervil, GusGus, Between Mountains og fleiri keyra sumarið í gang🎶

Ætlarðu að keyra yfir Ísland? Næsti lagalisti sumarsins er blanda af nýlegum og eldri íslenskum lögum sem stytta ferðalagið og halda gleðinni gangandi í bílferðinni. Allt frá ClubDub og Sprengjuhöllinni yfir í Röggu Gísla og Rúna Júl. 🎶

Rólegheit og afslappelsi í Rjómablíðuvík. Indíið ómar í bland við eldri smelli frá Paul Simon, Nick Drake og Lou Reed. Tilvalinn lagalisti til að slaka á við og njóta líðandi stundar.

Taneyri býður upp á seiðmjúka músík frá Soft Hair, Hot Chip og Mildlife meðal annarra. Happy hour lagalisti til að keyra partýið í gang í fyrsta gír.

Klingjandi glös og taktmjúkur bassi. Upplagður lagalisti við fyrstu skál þar sem Metronomy, Poolside, Tina Turner og Jungle halda gestunum við efnið.

Það er BONGÓ! Axladillandi notalegheit í kokteilboðið í boði Khruangbin, Polo&Pan, KAYTRANADA og Janet Jackson í bland við annað stimamjúkt efni.

Lög sem eru eins og samin fyrir sólskinsstund á pallinum og gott tjill. Hip hop af gamla skólanum eins og The Pharcyde, Camp Lo, De La Soul og Digable Planets er alltaf velkomið á pallinn.

Það eru bubblur í boðinu! Smellir sem hitta mann beint í herðarblöðin. Dýfðu þér í Donnu Summer, Bill Withers, Hot Chip, The Weeknd ofl. Mundu bara eftir baðfötum.

Næsta stopp er Flíspeysufjörður! Skotheldur listi með íslensku slögurum sem fólk kann aftur á bak og áfram. Öskursyngdu með Helga Björns, Röggu Gísla og Frikka Dór ásamt fleirum.
Sumarið er þitt með Sjónvarpi Símans Premium
Sjónvarp Símans Premium er stútfullt af skemmtilegu efni í sumar. Enski boltinn, nýjar og gamlar þáttaraðir, talsett barnaefni og svo má ekki gleyma Helga Björns og félaga um Verslunarmannahelgina. Náðu í Sjónvarp Símans appið og horfðu á uppáhaldsdagskrána þína í snjalltækjunum. Hér er brot af því sem við mælum með: