Tilbaka
Tilbaka
Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform
Fréttir
2024-09-10
Allt um iPhone 16, Airpods og Apple Watch

Allt um iPhone 16, Airpods og Apple Watch

Haustboðinn ljúfi er hjá mörgum árleg kynning Apple þar sem þau svipta hulunni af því allra nýjasta frá þeim. Það var margt og mikið kynnt í þetta sinn, iPhone 16 var kynntur til leiks, nýjar útgáfur af AirPods og ný kynslóð snjallúra. Apple stígur loksins inn í leikinn og kynnir gervigreind til sögunnar sem á að gera Siri klárari en áður, myndagerð, emoji gerð og gervigreindin mun einnig leika lausum hala við textagerð o.fl.

Allt um iPhone 16, Airpods og Apple Watch

iPhone 16 og iPhone 16 Plus
Nýir litir og uppfærð vatns- og rykþolin hönnun glæðir nýju lífi í iPhone. iPhone 16 og iPhone 16 Plus eru sama tækið nema Plúsinn er stærri, með 6,7“ skjá í stað 6,1“. „Action“-takkinn sem var aðeins í iPhone Pro símum áður er hér mættur til leiks en hann má stilla af fyrir næstum hvað sem er, hann gerir það sem hentar þér best og getur hentað vel sem flýtileið í það sem þú notar mest.

Af öðrum tökkum, þó Apple kalli það ekki takka, er sérstakur myndavélahnappur sem opnar myndavélina og auðveldar allt aðgengi að helstu stillingum. Hann mun líka opna á Apple Intelligence, sem er gervigreindartól Apple og myndavélin getur sagt hvað hún sér og þannig hentað í vöruleit, bætt við viðburðum í dagatalið og hvaðeina.

Myndavélarnar á iPhone 16 og skarta 48 MP Fusion myndavél sem aðalvél, 12 MP aðdráttarlinsu og nýrri víðlinsu með sjálfvirkum fókus. Myndavélarnar geta tekið saman sk. „spatial myndir“ sem hægt er að skoða í sýndarveruleikagleraugum Apple, Apple Vision Pro.
Bæði tækin skarta hinum nýja A18 örgjörva með sína 16 kjarna fyrir gervigreindina ásamt sex kjörnum fyrir almenna vinnslu og aðra sex kjarna fyrir skjástýringu sem saman gera alla vinnslu enn hraðari en áður.

Stærri rafhlöður eru einnig í iPhone 16 og iPhone 16 Plus en áður og með betri orkustýringu í iOS 18 stýrikerfinu ásamt hinum nýja A18 örgjörva ætti að láta rafhlöðuna endast enn betur.


iPhone 16 Pro og iPhone 16 Pro Max
Pro-símarnir frá Apple eru akkúrat það, Pro. Fyrir þau sem vilja aðeins meira, meiri kraft, meiri getu og stærri tæki. iPhone 16 Pro er með 6,3“ Pro Motion skjá á meðan Pro Max er með 6,7“ Pro Motion skjá, aldrei hafa Pro-tækin verið stærri. Ytra byrðið er nýtt, gert úr títaníum sem Apple segir að geri tækin léttari í hendi.

Eins og í iPhone 16 og iPhone 16 Plus er kominn sérstakur myndavélahnappur sem opnar á allar stillingar og aðgerðir fyrir bestu myndatökuna. Aðalvélin er 48 MP Fusion myndavél ásamt 48 MP víðlinsu og 12 MP aðdráttarlinsu. Bæði tækin eru svo með fjögurra „hljóðversgráðu“ hljóðnema til að tryggja enn betri hljóðupptöku ásamt því að
myndavélin getur tekið allt að 4K myndbönd í 120 römmum ásamt enn betri „slow motion“ upptöku.

A18 Pro örgjörvinn frá Apple mætir svo hér í öllu sínu veldi sem á að skila 15% betri afköstum en iPhone 15 Pro gerði áður, enn betri skjástýringu og Apple segir stór stökk tekin hér í rafhlöðuendingu og að iPhone 16 Pro Max sé með bestu rafhlöðuendingu í sögu iPhone þökk sé hinum nýja A18 Pro örgjörva og bestun innri hönnunar.

AirPods
Apple kynntu AirPods 4 til leiks, með enn betri hljómgæðum og segja þau þægilegustu AirPods sögunnar. Hleðslukistan er minni, hlaðin yfir USB-C og getur gefið frá sér hljóð ef maður týnir henni.

Að auki kynnti Apple aðra útgáfu af AirPods 4 sem hefur „Active noise cancelation“ en ANC gerir heyrnartólunum kleift að útiloka umhverfishljóð og leyfa tónlist og tali að njóta sín betur og henta því vel í ræktina, við skrifborðið eða jafnvel á ferðalagi.

Uppfærð AirPods Pro voru svo einnig kynnt til leiks, betri en nokkru sinni fyrr en af helstu nýjungum má nefna heyrnarpróf og að heyrnartólin geti virkað sem heyrnartæki. Sú virkni mun samt koma síðar á árinu með hugbúnaðaruppfærslu.

Apple Watch
Apple Watch Series 10 voru svo kynnt með stærri og þynnri skjá en nokkru sinni fyrr. Skjárinn er einnig 40% bjartari og skartar nýjum S10 SiP örgjörva sem hannaður er til að skila enn betri upplifun, betri orkusparnaði og mun nýtast með gervigreindarlausnum Apple. Apple Watch mun svo þegar að heilbrigðisyfirvöld víða um heim samþykkja lausn þeirra geta greint kæfisvefn hjá eigendum sínum sé það á úlnliðnum þegar sofið er.

Grein1 myind
Grein2 mynd
Grein2 mynd
Grein2 mynd
Komdu til Símans