Balti mætir í Sjónvarp Símans Premium

25. júlí 2025

King & Conqueror er ný og metnaðarfull sería sem kemur í Sjónvarp Símans Premium í haust.

imageHero

Þættirnir fjalla um örlagaríka orrustu við Hastings árið 1066, þar sem Vilhjálmur af Normandí og Haraldur af Wessex, sem áður höfðu verið bandamenn, dragast inn í valdabaráttu um bresku krúnuna. Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er jafnframt yfirframleiðandi seríunnar.

Fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna og listafólks kemur að gerð þáttanna. Bergsteinn Björgúlfsson er yfir kvikmyndatökunni, Sólrún Ósk Jónsdóttir er hluti af listræna stjórnarteyminu og Margrét Einarsdóttir hannaði búninga.

Þá kemur til leiks glæsilegur hópur íslenskra leikara, þar á meðal Valdimar Örn Flygenring, Björgvin Franz Gíslason, Sveinn Geirsson, Ingvar E. Sigurðsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ebba Katrín Finnsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Daníel Hans Erlendsson og Tómas Þór Guðmundsson.

King & Conqueror lofar dramatískri og áhrifaríkri frásögn úr einum mikilvægustu valdaskiptum í sögu Englands, þar sem örlög þjóða voru ákveðin á vígvellinum við Hastings. Nú fáum við að upplifa þessa sögu í gegnum íslenskt sjónarhorn Baltasars Kormáks í þessari alþjóðlegu stórframleiðslu úr smiðju CBS.