Brekkusöngurinn í beinu streymi!
30. júlí 2025
Eins og undanfarin ár getur þú horft á streymi frá Brekkusöngnum í beinni útsendingu klukkan 19:30 á sunnudag!

Ekki missa af stórkostlegri dagskrá Brekkusöngsins í ár:
19:30 - Upphitun: Bjarni Ólafur Guðmundsson fær til sín góða gesti og telur niður í tónleikana.
20:30 – Stuðlabandið og gestir: Stefán Hilmarsson, Sigga Beinteins, Emmsjé Gauti, Björgvin Halldórsson og GDRN
23:00 - Brekkusöngur - Magnús Kjartan
00:00 - Blys
Þú getur keypt aðgang að streyminu í gegnum myndlykil Símans eða í vefsjónvarpinu. Til að horfa á Brekkusönginn í Sjónvarp Símans appinu þarftu að kaupa viðburðinn í vefsjónvarpinu og getur svo horft á hann í appinu.
Til að kaupa aðgang að streyminu í myndlykli Sjónvarps Símans:
- Ýttu á VOD takkann á fjarstýringunni til að opna aðalvalmynd myndlykilsins.
- Veldu Brekkusöngur 2025 undir Næstu viðburðir í valmyndinni.
- Veldu Panta viðburð til að kaupa aðgang að Brekkusöngnum.
- Þegar streymið byrjar klukkan 19:30 á sunnudaginn verður það aðgengilegt á þessum sama stað í viðmótinu í öllum tækjum sem eru tengd við áskriftina þína.
- Þú gætir þurft að endurræsa myndlykilinn ef möguleikinn til að horfa á streymið kemur ekki upp þegar viðburðurinn byrjar.
Til að kaupa aðgang að streyminu í vefsjónvarpi eða appinu:
- Farðu inn á vefsjónvarp Sjónvarps Símans og skráðu þig inn.
- Veldu Brekkusöngur 2025 undir Næstu viðburðir í valmyndinni.
- Veldu Panta viðburð til að kaupa aðgang að Brekkusöngnum.
- Þegar streymið byrjar klukkan 19:30 á sunnudaginn verður það aðgengilegt á þessum sama stað í viðmótinu í öllum tækjum sem eru tengd við áskriftina þína.
Í hvaða tækjum get ég horft á streymið?
Þú getur horft á streymið í öllum spilurum sem styðja Sjónvarp Símans, hvort sem það er myndlykill, app eða vefsjónvarpið.
Ég get ekki keypt viðburðinn í appinu
Fylgdu leiðbeiningunum hér fyrir ofan til að kaupa viðburðinn í vefsjónvarpinu. Þegar það hefur verið gert getur þú horft á viðburðinn í appinu svo lengi sem þú skráir þig inn með sama aðgangi.
Get ég horft á viðburðinn seinna?
Viðburðurinn verður aðgengilegur í 48 klukkustundir frá því hann hefst.
Ég virkjaði kóðann í einum myndlykli en vill nú horfa í öðrum, hvernig geri ég það?
Viðburðurinn er aðgengilegur í öllum tækjum sem eru skráð inn á aðganginn sem keypti hann. Því miður er ekki hægt að færa viðburðinn yfir á myndlykil sem er skráður á annan aðila.
Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í myndlykli?
Já! Tónleikarnir verða aðgengilegir á tímaflakki um leið og þeir byrja og þar er hægt að spóla og pása að vild.
Ef þig vantar frekari aðstoð getur þú alltaf haft samband við þjónustuverið okkar í síma eða á netspjallinu.