Bretland og Gíbraltar í Reiki í Evrópu

31. júlí 2025

Frá og með 1. ágúst verða Bretland og Gíbraltar aftur hluti af Reiki í Evrópu.

imageHero

Reiki í Evrópu þýðir að viðskiptavinir geta hringt og sent SMS á sömu kjörum og heima á Íslandi og einnig nýtt hluta af gagnamagninu sem er innifalið í áskriftinni. Í Símaappinu, á þjónustuvefnum og í verðskrá getur þú séð hve mikið gagnamagn er innifalið í Reiki í Evrópu.

Þau lönd sem falla undir Bretland eru: England, Norður-Írland, Skotland og Wales.