Endurkrafa vegna flugfargjalda frá Play
29. september 2025
Ef þú keyptir flugfargjald hjá Play með Léttkorti Símans Pay getur þú sent okkur beiðni um endurkröfu ef bókuð flugferð verður ekki farin.

Hvað þarf ég að gera?
Sendu okkur tölvupóst á netfangið pay@siminnpay.is með titlinum „Endurkrafa vegna Play“ og láttu eftirfarandi upplýsingar og nauðsynleg gögn fylgja með:
- Nafn
- Kennitala
- Afrit af greiðslukvittun, til dæmis skjáskot úr appi eða tölvupóstur með staðfestingu.
- Upplýsingar um bókun: Bókunarnúmer, fjöldi farþega, dagsetning flugs ásamt brottfarar- og áfangastað.
Athugaðu að Síminn Pay kann að útvega kortaútgefanda og/eða færsluhirði framangreindar upplýsingar.
Mikilvægt að hafa í huga:
Umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, en ferlið við endurkröfur getur tekið allt að nokkra mánuði.
Vakin er athygli á að einungis er unnt að gera endurkröfu um þjónustu sem hefur ekki enn verið veitt.
Sá hluti þjónustunnar sem hefur þegar verið nýttur er ekki endurkröfuhæfur.
Hafi t.d. flugleggur verið nýttur, þá fæst einungis sá flugleggur sem ekki var unnt að nýta endurgreiddur.
Hafi rekstraraðili tekið við þjónustunni og boðið er upp á samsvarandi flug á sama tíma án kostnaðar fyrir korthafa þá er ekki endurkröfuréttur á færsluna.
Færslur frá óskildum aðilum sem korthafi getur ekki nýtt vegna þess að flug fellur niður eru ekki endurkröfuhæfar, t.d. vegna hótelgistinga, viðburða, samgangna á áfangastað o.s.frv.
Í slíkum tilvikum er korthafa leiðbeint að kynna sér skilmála viðkomandi söluaðila og setja sig í samband við viðkomandi aðila.
Hafi korthafi bókað ferð í gegnum ferðaskrifstofu er viðkomandi bent á að setja sig í samband við viðkomandi ferðaskrifstofu.
Gagnlegar upplýsingar um gjaldþrot flugrekanda má nálgast á vef Samgöngustofu.