Enski boltinn rúllar aftur af stað föstudaginn 16. september. Sjö af tíu leikjum helgarinnar fara fram en því miður hefur enska úrvalsdeildin frestað leikjum Chelsea gegn Liverpool og Manchester United gegn Leeds sem áttu að fara fram sunnudaginn 18. september.
Leik Brighton & Hove Albion á móti Crystal Palace sem átti að fara fram á laugardeginum hefur einnig verið frestað.
Ekki liggur fyrir hvenær hinir frestuðu leikir verða spilaðir að svo stöddu.