Tilbaka
Tilbaka
Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform
Fréttir
2021-05-26
Foreldrastillingar snjallsíma

Foreldrastillingar snjallsíma

Það fylgir því mikil spenna og gleði þegar að börnin okkar eignast sinn fyrsta snjallsíma. Fyrsti snjallsíminn er oft fyrsta alvöru snerting þeirra við internetið og alla þá skemmtun og fróðleik sem þar leynist en þó leynast hættur þarna úti, og við sem foreldrar viljum hafa yfirsýn yfir notkunina og geta stýrt henni með einhverjum hætti.

Foreldrastillingar snjallsíma

Frí tæki og tól til að stýra skjánotkun

Blessunarlega eru til tæki og tól til að stýra skjánotkun yngri kynslóðarinnar þannig að þau geti samt notið tækninnar. Þessi tól gefa foreldrum hugarró og veita þeim möguleikann á að loka á óæskilegt efni, sjá staðsetningu barnsins og stýra hvaða forrit hægt er að ná í ásamt fleiri eiginleikum.  

Við mælum með að nota tólin frá Google og Apple til að stýra snjalltækjum barnanna. Fyrir Android síma er einfaldast að ná í Google Family Link en fyrir iPhone (og reyndar iPad og Mac tölvur líka) mælum við með því að nota Screen Time þjónustuna. Þær eru báðar gjaldfrjálsar og einfaldar í notkun og gefa foreldrum helstu tól sem þarf til stýra helstu aðgerðum og hafa yfirsýn yfir snjallsímanotkun barna sinna.  

Hvað ertu að horfa á?

Internetið sjálft er opið en við viljum endilega ekki að það sé galopið fyrir þau sem yngri eru. Því er hægt að setja á sjálfvirkar síur sem Apple og Google stýra og þannig verður fjöldi vefsvæða lokuð sjálfkrafa en einnig er hægt að setja handvirkt inn slóðir á heimasíður sem að foreldrar sjálf ákveða að eigi að vera lokuð.  

Hvað viljum við eyða miklum tíma?  

Með þessum innbyggðu foreldrastillingum er hægt að stýra hversu mikinn skjátíma barnið fær og þannig setja mörk. Þegar tíminn er liðinn virkar í raun ekkert nema það sem þú sem foreldri hefur ákveðið, eins og t.d. að hringja og senda skilaboð til mömmu eða pabba. Einnig er hægt að ákveða að snjalltækið virki ekki á ákveðnum tímum, og sé t.d. óvirkt þegar háttatíminn er gengin í garð eða eldsnemma á morgnanna.  

Bara eina mínútu í viðbót!

Ef skjátíminn svo klárast en barnið t.d. er að klára eitthvað sem þér finnst í lagi að það geri getur það óskað eftir meiri tíma og foreldrið fær þá beiðni í sitt tæki og hægt er að gefa smá tíma til viðbótar.

Óæskilegt efni

Auðvelt er að stilla að aðeins smáforrit í snjalltækið sem sannanlega eru fyrir börn séu aðgengileg en einnig er hægt að setja á samþykktarferli, þannig að ef barnið reynir að sækja smáforrit í snjallsímann sinn kemur samþykktarbeiðni í síma foreldris sem hefur þá val um að samþykkja eða að hafna því að smáforritið sé sett upp.  

Ertu á leiðinni?

Svo er hægt að sjá staðsetningu snjallsímans og því hægt að sjá með einföldum hætti á korti hvort það sé t.d. ekki örugglega lagt af stað heim í kvöldmat.  

En það má ekki gleyma því að engin tól eru fullkomin og krakkar geta verið snillingar að finna leiðir framhjá svona foreldrastillingum. Því er samtalið við börnin okkar um ábyrga netnotkun og hvað beri að varast á netinu mikilvægasta tólið.

Grein1 myind
Grein2 mynd
Grein2 mynd
Grein2 mynd
Komdu til Símans

Viltu vita meira?