Hayu kemur til Símans!
09. júlí 2025
Síminn og NBCUniversal hafa gert samning um dreifingu á streymisveitunni Hayu, einni stærstu streymisveitu í heimi þegar kemur að hágæða raunveruleikaefni.

Síminn og NBCUniversal hafa gert samning um dreifingu á streymisveitunni Hayu, sem þýðir að í sumar fá viðskiptavinir með Sjónvarp Símans Premium aðgang að yfir þúsund klukkustundum af erlendu raunveruleikaefni í viðbót við það mikla gæðaefni sem fyrir er í Sjónvarpi Símans Premium. Þar að auki mun aðgangur að Hayu appinu fylgja með Sjónvarpi Símans Premium, sem er ein stærsta streymisveita í heimi þegar kemur að hágæða raunveruleikaefni!
„Samningurinn er hluti af breiðari stefnu Símans um að auka aðgengi viðskiptavina að hágæða alþjóðlegu sjónvarpsefni á einfaldan, hagkvæman og þægilegan hátt. Með því að færa efni Hayu inn í umhverfi sem notendur þekkja og treysta, eykur Síminn virði þjónustunnar og styrkir stöðu sína sem leiðandi afþreyingarveita á Íslandi“ segir Birkir Ágústsson, framkvæmdastjóri miðla Símans.
Í júlí fá áskrifendur Sjónvarps Símans Premium aðgang að þáttaröðum á borð við The Real Housewives, Below Deck, Vanderpump Rules, Million Dollar Listing og Keeping Up With the Kardashians án aukakostnaðar.
„Ísland hefur mikla löngun í frábært raunveruleikasjónvarp, sem gerir þennan nýja samning við Símann, okkar fyrsta samning við samstarfsaðila á markaðnum að mikilvægu næsta skrefi í áframhaldandi vexti Hayu á Norðurlöndum.“ Segir Hendrick McDermott, framkvæmdarstjóri alþjóðlegrar dreifingar Hayu fyrir hönd NBCUniversal „Við hlökkum til að áskrifendur Símans geti fylgst með öllum uppáhalds raunveruleikasjónvarpsþáttunum sínum.“
Haustið í Sjónvarpi Símans Premium hefur aldrei verið stærra! Fjórar leiknar íslenskar þáttaraðir, samstarf við HBO Max og Hayu og svo miklu meira.