HBO hefur um langt árabil verið samnefnari fyrir vandað sjónvarpsefni en efni frá þeim hefur hlotið ótal Golden Globe og Emmy tilnefningar og verðlaun. Þættir eins og Game of Thrones, Chernobyl, The Wire, Sex in the City, Curb Your Enthusiasm, Band of Brothers og Mare of Easttown eru dæmi um þætti sem allir koma úr smiðju HBO, þættir sem sjónvarpsaðdáendur um allan heim þekkja.
House of the Dragon, þættir sem gerast í söguheimi Game of Thrones og hafa aldrei verið aðgengilegir á Íslandi munu birtast í dag í Sjónvarpi Símans Premium og strax á nýju ári mun efni frá HBO bætast við jafnt og þétt í Sjónvarp Símans Premium.
