Tilbaka
Tilbaka
Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform
Fréttir
2021-04-21
Hvað var Apple að kynna?

Hvað var Apple að kynna?

Tim Cook forstjóri Apple tók brosandi á móti öllum í gær sem horfðu á kynningu Apple um það nýjasta frá fyrirtækinu. 
  

Það var margt kynnt og margt sagt, þannig að vindum okkur bara beint í gleðina. 

Hvað var Apple að kynna?

Engir nýir símar voru kynntir á þessum viðburði, enda eru þeir vanalega kynntir á haustin en iPhone 12 fékk þó aðeins að láta ljós sitt skína og kynntu Apple nýjan lit, fjólubláan. iPhone 12 verður þannig líka til fallega fjólublár og það á hliðunum líka. Verður varla sumarlegra svona rétt fyrir sumardaginn fyrsta. Þessi nýi litur verður í boði fyrir iPhone 12 og iPhone 12 mini.
 
Apple kynntu svo uppfært Apple Podcasts app. Nú á að vera þægilegra að finna ný hlaðvörp að hlusta á og allt á að verða myndrænna og fallegra. Stóra fréttin er þó kannski að Apple kynnir áskriftir í appið sitt. Nú verður hægt að gera áskrifandi að þeim hlaðvörpum sem upp á það bjóða og þannig hægt að njóta hlaðvarpa án auglýsinga, fá aðgang að aukaefni og heyra mögulega þætti fyrr en aðrir.

Ef þú hefur ekki áhuga á löngum lestri má benda á umfjöllun The Verge þar sem rennt er yfir allt það helsta á 11 mínútum.


 
AirTag

Það er búið að tala um AirTag í nokkur ár, og alltaf hélt fólk að nú væri komið að því að kynna þau til leiks en aldrei komu þau. En núna eru þau að koma loksins.

Í sinni einföldustu mynd eru AirTag lítil merki sem tala beint inn í Find My virkni iPhone, iPad og Mac tölva. Þannig geturðu sett AirTag á hvað sem er og þannig alltaf fundið það aftur með hjálp Apple tækjanna þinna.
 
Hægt er að festa AirTag á t.d. töskuna þína, veskið, bakpokann, tölvutöskuna, hjólið og í raun hvað sem er og þú getur fundið það aftur. Hægt verður að kaupa sérstaka festingu fyrir AirTag þannig að þau líta í raun bara út eins og lyklakippa.

Þegar þú svo notar símann þinn til að finna týnda hlutinn notar iPhone myndavélina, hraðanema, hallarnema og fleira til að vísa þér þráðbeint á réttan stað. Svo geturðu líka bara beðið Siri um að finna þetta fyrir þig.
 
iPad Pro
 
Apple kynntu einnig uppfærðan iPad Pro, fullkomnustu spjaldtölvu sem völ er á. Stærsta uppfærslan er innvolsið, nú hefur iPad Pro átta kjarna M1 örgjörva sem hannaður er af Apple sjálfum. M1 örgjörvinn er einn hraðasti örgjörvi sem til er í heiminum í dag, sérstaklega þegar horft er til orkunotkunar og þannig þýtur iPad Pro áfram án þess að rafhlaðan tæmist á núll einni. Uppfærður skjár er einnig til staðar í stærri týpunni, þeirri með 12.9“ skjánum. Apple kalla skjáinn „Liquid Retina XDR“ en í raun sýnir hann bara hærri upplausn, getur gefið frá sér meiri birtu og þannig verður hvítur enn hvítari og svartur enn svartari ásamt því að skerpan og öll framsetning lita er til fyrirmyndar.
 
Nýr iPad Pro er yfir 1500x  hraðari í grafískri vinnslu en fyrri útgáfa skv. mælingum Apple og einnig er uppfærð myndflaga til staðar sem gerir myndavélina í iPad Pro enn betri ásamt því að LIDAR tæknin sem mætti útfæra sem leysigeislaratsjá (pew pew) á okkar ástkæra ylhýra hjálpar tækinu að ná enn betri þar sem birtuskilyrði eru ekki til fyrirmyndar.
 
Myndavélin sem er 12 megapixla er einnig með 120° sýn sem nýtist vel í nýjung sem Apple kalla „Center Stage“. Með henni getur iPad Pro tryggt að þú sért alltaf í miðri mynd í myndsímtali þó þú sért á fullri ferð t.d. í eldhúsinu að græja og gera kvöldmatinn. Og snilldin er að það mun virka í Teams og Zoom líka, ekki bara í Facetime símtölum.

Svo verður hægt að fá 5G útgáfu þannig að nýr iPad Pro er til í framtíðina!
 
iMac
 
Borðtölva Apple, iMac hefur frá árinu 1998 verið hönnuð sem ein heild. Þar sem skjár og tölva er eitt og hönnun og einfaldleikinn er í forgrunni. Nú er að koma nýr iMac, fyrsta borðtölva Apple með M1 örgjörvanum sem þau hanna sjálf, áður höfðu Apple sett M1 í fartölvurnar sínar og Mac mini. Framtíð Apple tölva er að nota þeirra eigin örgjörva sem koma úr sama ranni og örgjörvar í iPhone og iPad í stað þess að nota hefðbundna örgjörva sem keyrt hafa borðtölvur og fartölvur frá upphafi. Hér gætum við farið djúpt ofan í sögu ARM, PPC og x86 en við skulum sleppa því bara.
 
Nýr iMac skartar 24“ skjá með 4.5K upplausn og aldrei hefur hann verið þynnri eða 11.5mm sem er magnað. Skjárinn styður True Tone tækni Apple þannig að hann getur stillt sig að umhverfi sínu og þannig sýnt þér hlutina í réttu ljósi.
 
Apple notendur gleðjast mörg yfir því að vefmyndavélin hefur verið uppfærð. Apple hafa verið svolítið föst í heimi 720p myndavéla en hæhójibbijei, hér er komin FullHD 1080p myndavél með stærri myndflögu þannig að fjar- fundir og bingó ættu að sýna þig í besta mögulega ljósi.
 
Og já, það er heyrnatólatengi. iMac tölvur eru ekki hannaðar til að hafa snúrur útum allt, þannig er ekkert nettengi á tölvunni sjálfri. Það er hluti af straumbreytinum sem er smart, eins og Google hafa gert með Chromecast tækin sín sem klárlega felur snúrur betur.
 
Þökk sé M1 örgjörvanum er iMac hraðari en nokkru sinni fyrr og öll vinnsla til fyrirmyndar. Hin fullkomna fágaða heimilistölva.
 
Apple TV 4K
 
Núverandi Apple TV kom út 2017 sem er langur tími í heimi tækninnar. Apple kynntu uppfærða útgáfu með nýjum A12 Bionic örgjörva þeim sem og keyrði iPhone XS, XS Max og iPad spjaldtölvuna sem kom út í fyrra.
 
Útlitið er það sama og á fyrra Apple TV en nú getur Apple TV spilað HDR myndefni enn betur því að getur spilað fleiri ramma á sekúndu af slíku efni. Einnig getur nýtt og uppfært Apple TV spilað Dolby Vision myndbönd beint af símanum þínum í gegnum AirPlay í 60 römmum á sekúndu. Þannig er ekkert hökt og myndböndin spilast beint úr iPhone símanum þínum silkimjúk og fín í bestu mögulegu gæðum. Nýtt og uppfært Apple TV getur svo litaleiðrétt sig með hjálp nema iPhone símans sem skoðar umhverfi sjónvarpsins og segir Apple TV að stilla sig rétt að umhverfi sínu. Tæknin maður!
 
En stóra fréttin fyrir mörg okkar er ekki að Apple hafa uppfært örgjörva Apple TV eða að það geti spilað fleiri ramma á sekúndu. Apple uppfærðu fjarstýringuna, það tæki sem mörg okkar elska að hata. Núna svipar hún til eldri fjarstýringa Apple, það eru komnir takkar og hún ætti að vera talsvert þægilegri í notkun fyrir alla. Gleðiefni segi ég og skrifa.

Þetta var hröð yfirferð á því helsta sem að vinir okkar hjá Apple kynntu í gær. Allskonar spennandi nýjungar og kærkomnar uppfærslur á þessum frábæru tækjum.

Grein1 myind
Grein2 mynd
Grein2 mynd
Grein2 mynd
Komdu til Símans