Jarðarförin mín
Dauðvona maður ákveður að bæta upp fyrir tapaðan tíma með því að halda sína eigin gala jarðarför og vera sjálfur viðstaddur. Það er samt ekki eins einfalt og það hljómar. Fyrrverandi eiginkonan, einkasonurinn og tengdadóttirin hafa lítinn skilning fyrir þessum áformum, hvað þá barnabarnið sem dýrkar afa sinn og getur ekki hugsað sér að missa hann. Svo flækist málið enn frekar þegar ástin blómstrar á ný milli hans og fyrrverandi kærustu en hún er einmitt presturinn sem á að jarðsyngja hann.
Handritshöfundar þáttanna eru Kristófer Dignus, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Sólmundur Hólm, Baldvin Zophoniasson, Ragnar Eyþórsson og Jón Gunnar Geirdal. Þáttaröðin er framleidd af Glassriver.