Myndir sem stytta lengstu bið ársins!
Það verður sannkölluð kvikmyndaveisla í Sjónvarpi Símans Premium yfir hátíðirnar. Þar verða sígildar myndir sem notalegt er að horfa á aftur og aftur eins og Love Actually, The Holiday, Bridget Jones myndirnar, Notting Hill og Mamma Mia myndirnar.
Fyrir börnin bætast við talsettar stórmyndir eins og Aulinn ég (1 og 2), Skósveinarnir, Tröll og Syngdu, fyrir söngelska snillinga. Það verður einnig úrval af gamanmyndum sem stytta lengstu bið ársins! Myndir eins og Bad Santa, Daddy‘s Home 2 með Will Ferrell og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, Bridesmaids, Downsizing með Matt Damon og Kirsten Wig og He's Just Not That Into You með Scarlett Johansen, Bradley Cooper og fleiri góðum leikurum.
Norska stórmyndin Amundsen verður frumsýnd um jólin en auk þess eru fjölmargar toppmyndir eins og Forrest Gump, Good Will Hunting, 12 Years a Slave, American Hustle og The Butler. Stórmyndir Baltasars Kormáks, Everest og Contraband, koma að nýju inn í Premium.