
Systrabönd komin í Sjónvarp Símans Premium
Í litlu strandþorpi hverfur fjórtán ára stúlka sporlaust. 25 árum síðar finnast jarðneskar leifar hennar og þrjár æskuvinkonur þurfa að takast á við drauga fortíðarinnar. Þáttaröðin Systrabönd er öll komin í Sjónvarp Símans Premium og hefur göngu sína í opinni dagskrá á páskadag. Leikstjóri er Silja Hauksdóttir og með aðalhlutverk fara Ilmur Kristjánsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir.

Það er komin PáskaHelgi!
Eftir dúndurþátt um síðustu helgi hefur Helgi Björns verið klappaður upp og mun því telja í lokaþátt vetrarins af stakri stemningu. Ekki missa af því þegar Helgi og Reiðmenn vindanna ásamt eðalgestum loka vel heppnuðum vetri með stæl næsta laugardagskvöld.

Sveppi fylgir Jökli í Kaleo
Myndin Jökull í Kaleo er komin í Sjónvarp Símans Premium. Þar fylgir Sverrir Þór Sverrisson hljómsveitinni Kaleo á tónleikaferðalag um Bandaríkin og skyggnist inn í líf söngvarans Jökuls Júlíussonar. Hápunkturinn er síðan þegar hljómsveitin hitar upp fyrir Rolling Stones, en Sverrir er eins og margir vita einn stærsti aðdáandi Rolling Stones á Íslandi.

Evrópudraumur innan seilingar
Endaspretturinn er að hefjast í Enska boltanum og spennan magnast á Síminn Sport um páskana. Arsenal mætir Liverpool á laugardag kl 18.30. Þrjú stig í boði og engin þolinmæði fyrir mistök. Völlurinn verður á sínum stað kl. 17.30. Nú er boltinn hjá þér!

Glás af nýju barnaefni
Það vantar ekki upp á barnaefnið í Sjónvarpi Símans Premium um páskana. Heill hellingur af talsettum barnamyndum voru að bætast við fyrir páskana og Sammi brunavörður ætlar að bjarga málunum í nýrri þáttaröð.

Kollegarnir Logi og Bogi
Það þarf ekki að kynna Boga Ágústsson fyrir nokkrum manni. En þegar tveir þekktir fjölmiðlamenn og gamlir kollegar ræða farinn veg, merkilegan feril og það sem framundan er, þá er þess virði að horfa. Logi og Bogi spjalla um lífið og það að vera þekktur í öllum húsum landsins, að hafa verið til sjós, elska fótbolta, fréttir og fólkið sitt í nýjasta þætti Með Loga. Þátturinn er kominn í Sjónvarp Símans Premium.

Íslensk kvikmynd frumsýnd
Ný íslensk kvikmynd, Þorpið í bakgarðinum fjallar um konu sem á erfitt með að horfast í augu við móður sína sem yfirgaf hana á unga aldri. Hún fær vinnu á gistiheimili rétt fyrir utan Reykjavík. Þar kynnist hún breskum ferðamanni sem glímir við sinn eigin persónulega harm. Leikstjóri er Marteinn Þórsson og með aðalhlutverk fara Laufey Elíasdóttir og Tim Plester. Þorpið í bakgarðinum er komin í Sjónvarp Símans Premium.