Hluti af sjálfbærnistefnu Símans er að umgangast umhverfið af ábyrgð og virðingu. Fjarskipti eru í eðli sínu ekki mengandi og en þó er alltaf hægt að gera betur og þá sérstaklega í daglegum störfum okkar hjá Símanum.
Prentun og afhending reikninga á pappír er ein þeirra leiða sem við höfum horft til, hægt er að minnka prentun þeirra umtalsvert og afhenda þá rafrænt. Þannig sparast ekki aðeins kostnaður heldur verður kolefnisfótspor reikningagerðar umtalsvert minna. Viðskiptavinir Símans hafa tekið vel í að fá reikninga á rafrænu formi enda talsvert einfaldari og skilvirkari leið í tæknivæddum heimi að hafa reikninga á rafrænu formi.
Síminn hefur ásamt sveitarfélögum og stofnunum verið þáttakandi í ICELAND-INV18 verkefninu. Um innleiðingarverkefni er að ræða á nýjum samevrópskum staðli, EN16934 sem fjallar um rafræn reikningsviðskipti.
Staðallinn staðlar og einfaldar þannig afhendingu reikninga óháð landamærum eða kerfum. Hann gefur færi á aukinni sjálfvirkni og eykur einnig vinnusparnað þar sem allt er staðlað og þannig er komið í veg fyrir mannleg mistök t.d. við innslátt og bókanir í fjárhagskerfi fyrirtækja.
ICELAND-INV18 verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Unimaze sem leitt hefur verkefnið á Íslandi með sveitarfélögum, stofnunum og einkaaðilum eins og Símanum sem innleiða munu þennan nýja staðal og þannig leiða framtíð rafrænna reikningsviðskipta á Íslandi.
Nánar má kynna sér verkefnið hér.
Innihald þessa fréttar er alfarið á ábyrgð Símans og endurspeglar ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins.

