Instagramstjarnan og knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er gestur Loga Bergmanns í nýjasta þættinum af Með Loga.
Logi Bergmann heimsækir Rúrik drekkur kaffi með honum, fer í bíltúr, göngutúr, á trúnó og kemst að ýmsu fróðlegu um þennan fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu sem virðast vera allir vegir færir og er nú farinn að leika, syngja, semja, dansa, hanna, framleiða og stunda viðskipti. Svo eitthvað sé nefnt. Í einlægu spjalli segir hann Loga frá átökum í lok knattspyrnuferilsins, drauminn sem varð að veruleika, að takast svo á við ný hlutverk, frægðina og allt hitt líka.
Þátturinn kemur í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 18.febrúar og er sýndur í opinni dagskrá sama dag kl 20.00.