Sjónvarp Símans appið er nú aðgengilegt í Samsung snjallsjónvörpum en appið má finna undir Apps beint í sjónvarpinu fyrir öll tæki frá árinu 2018 og nýrri.
Á sjonvarp.siminn.is er einnig hægt að nýta sér sér sjónvarpsþjónustu Símans í vefspilara. Full virkni er í vefspilara Sjónvarps Símans og allt efni og eiginleikar þjónustunnar aðgengilegir beint í vafra.
Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum og þá opnast fyrir allar þær áskriftir sem eru skráðar á viðkomandi notanda. Vefspilarinn virkar aðeins í Google Chrome og Firefox vöfrum, sem stendur virkar Safari ekki.
Vefspilarinn er ætlaður fyrir þau sem vilja horfa á Sjónvarp Símans í far- og borðtölvunni sinni. Fyrir snjalltæki eins og iPhone og Android síma og spjaldtölvur er mælst til að nota Sjónvarp Símans appið sem er aðgengilegt í App Store og Play Store.