Símamótið, þar sem hetjurnar verða til!

07. júlí 2025

Upp er runnin Símamótsvika og er óhætt að segja að stemningin sé áþreifanleg upp í Kópavogi.

imageHero

Í tilefni mótsins sat forstjóri Símans, María Björk Einarsdóttir fyrir svörum í Símamótsblaðinu.

„Það er eitthvað alveg sérstakt við Símamótshelgina. Það er eins og öll orka sumarsins safnist á einn stað á fótboltavöllunum Breiðabliks í Kópavogi, þar sem yfir 3.000 stelpur láta ljós sitt skína.”

„Starfsfólk Símans er stolt af því að hafa skapað verðmætar tengingar fyrir þjóðina í næstum 120 ár og tengingarnar gerast varla verðmætari en þær sem skapast á keppnisvöllum Símamótsins. Ný lið í bland við reynslubolta snúa bökum saman, leggja allt undir í keppnina og fara heim með vinning í farteskinu.”

„Að baki keppendum helgarinnar stendur auðvitað fjöldi fólks sem vill fylgjast með sínum stelpum. Eins og undanfarin ár sýnum við þess vegna fjölda leikja í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans, öllum opið. Að mótinu loknu verða leikirnir svo áfram aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium, svo hægt sé að rifja upp árangur og minningar sumarsins þegar fram líða stundir.”

Við hlökkum til að eiga frábæra helgi með Símamótsstelpunum og óskum öllum keppendum góðs gengis á þessu frábæra móti.