Símamótið verður haldið í 40. sinn í ár og í tilefni þess gefum við út sérstakt Símamótslag þar sem öllu er tjaldað til.
Mótið hefur í gegnum tíðina skipað mikilvægan sess í lífi ungra knattspyrnukvenna og er það okkur hjá Símanum mikill heiður að taka þátt í að skapa þetta stórkostlega mót, sem er það fjölmennasta á Íslandi. Á Símamótinu stíga margar knattspyrnustelpur sín fyrstu skref og fjölmargar landsliðskonur hafa þar látið ljós sitt sína á yngri árum.
Hækkum í græjunum og hlustum á lagið á Spotify.
Blásið verður til fyrsta leiks kl. 08:00 föstudaginn 12. júlí og er ljóst að í vændum er stórkostleg fótboltaveisla. Við hvetjum aðstandendur þátttakenda og fjölskyldur þeirra til að fjölmenna í Kópavoginn og hvetja sitt lið, upplifa stemmninguna, fagna og hughreysta allt eftir því hvað við á.
Líkt og fyrri ár sýnum við beint frá þremur völlum alla helgina og verða leikirnir í beinni á Síminn Sport ásamt því að þeir verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium að móti loknu þannig að keppendur og stuðningsfólk getur upplifað gleðina og taktana aftur og aftur og aftur.