„Við hjá Símanum erum stolt af því að styrkja þessar metnaðarfullu konur til náms og góðra verka. Við trúum að þessi vegferð muni styrkja atvinnulífið til framtíðar, auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni og skapa mikið virði fyrir íslenskt samfélag. Samhliða viljum við ásamt HR ögra staðalímyndum og stuðla að fjölbreyttari vinnumarkaði,“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri hjá Símanum.
„Með þessum hætti vilja Háskólinn í Reykjavík og Síminn hvetja konur til náms í tæknigreinum með beinum hætti. Samfélagið verður að taka höndum saman og breyta staðalímynd tæknistarfa. Tæknigreinar eru einn öflugasti vaxtarbroddurinn í íslensku samfélagi og verkefni af þessu tagi henta HR sérstaklega vel, enda er skólinn með þunga áherslu á frumkvöðla, nýsköpun og sprota í tæknigreinunum,“ segir Gísli Hjálmtýsson, forseti tæknisviðs HR.
Styrkþegar Símans, konur í tæknigreinum við HR 2022-2023 eru:
Adele Alexandra Bernabe Pálsson, hugbúnaðarverkfræði
Ardís Marela Unnarsdóttir, hátækniverkfræði
Jenný Drífa Kristjánsdóttir, rafmagnstæknifræði
Pauline Lafontaine, tölvunarfræði, fjarnám við HA
Þórdís Matthea Eiríksdóttir, tölvunarfræði