Sjónvarpsrásir Sýnar áfram aðgengilegar hjá Símanum

01. ágúst 2025

Það gleður okkur að tilkynna að við munum selja SÝN+ Sport Ísland og SÝN+ Allt Sport ásamt því að dreifa sjónvarpsstöðinni SÝN í gegnum myndlykla og sjónvarpsöpp Símans.

imageHero

Það gleður okkur að tilkynna að við munum selja SÝN+ Sport Ísland og SÝN+ Allt Sport ásamt því að dreifa sjónvarpsstöðinni SÝN í gegnum myndlykla og sjónvarpsöpp Símans.

Viðskiptavinir geta þar með keypt áskriftir beint af Símanum og horft á hágæða íþróttaefni á borð við Ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, Formúluna og stærstu mótaraðirnar í golfi. Enska úrvalsdeildin sem hefst á ný 15. ágúst verður aðgengileg með áskrift að SÝN+ Allt Sport. Jafnframt verður sjónvarpsstöðin SÝN, áður Stöð 2, í opinni dagskrá á myndlyklum og sjónvarpsöppum Símans frá og með 1. ágúst, þar sem hægt er að horfa á fréttir Sýnar ásamt öðru efni. Efnisveitan SÝN+ verður aftur á móti hvorki aðgengileg í viðmóti Símans né hluti af þeim áskriftarpökkum sem Síminn selur.

SÝN+ Allt Sport kostar 8.990 kr. og SÝN+ Sport Ísland 5.990 kr. á mánuði. Þú getur keypt áskrift á sjálfsafgreiðsluvef Símans eða haft samband við okkur í síma 550-6000 eða á netspjalli á siminn.is.