Sjónvarpsútsendingar Sýnar áfram í boði hjá Símanum

05. september 2025

Síminn selur áfram SÝN+ Sport Ísland og SÝN+ Allt Sport ásamt því að dreifa sjónvarpsstöðinni SÝN í gegnum myndlykla og sjónvarpsöpp Símans. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur hafnað kröfum Sýnar og þar með verður engin breyting á aðgangi viðskiptavina að útsendingunum.

imageHero

Síminn selur áfram SÝN+ Sport Ísland og SÝN+ Allt Sport ásamt því að dreifa sjónvarpsstöðinni SÝN í gegnum myndlykla og sjónvarpsöpp Símans.

Í ágúst tók Fjarskiptastofa bráðabirgðaákvörðun þar sem staðfest var að Sýn bæri skylda til veita aðgang að línulegum sjónvarpsútsendingum sínum lögum samkvæmt, en mætti ekki einangra þær við sín eigin kerfi og myndlykla.

Sýn vísaði málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Úrskurðarnefndin hefur nú hafnað kröfu Sýnar og þar með verður engin breyting á aðgangi viðskiptavina að útsendingunum.

Fjarskiptastofa hefur frest til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu, en sá frestur er þó framlengjanlegur. Í því felst ekki að viðskiptavinir missi þá aðgang að efninu.

María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans:

„Áhorfendur í nútímasamfélagi vilja hafa val um hvar þeir nálgast sínar útsendingar. Í takt við áherslur um aðgengi og þægindi neytenda voru útsendingar enska boltans aðgengilegar á dreifikerfi Sýnar þegar Síminn hélt á sýningarréttinum. Úrskurður nefndarinnar, sem staðfestir ákvörðun Fjarskiptastofu, er því mikilvægur áfangi bæði fyrir Símann og neytendur.“

Nánari upplýsingar um áskriftir og tilboð má nálgast hjá þjónustuveri Símans.