Arfurinn minn, sjálfstætt framhald af Jarðaförin mín með okkar ástkæra Ladda í aðalhlutverki, Heima er best íslenskt spennudrama, ný þáttaröð af Venjulegu fólki, Læknirinn í eldhúsinu og Að heiman – íslenskir arkitektar.
Áherslan verður einnig á íslenskt barnaefni en von er á glænýrri Söngvarborg og þáttum sem byggðir eru á bókunum Lubbi finnur málbein.
Þáttaraðirnar frá HBO koma sterkar inn á nýju ári en meðal nýrra og væntanlegra þáttaraða í Sjónvarpi Símans eru Game of Thrones, House of the Dragon, Sex in the City og The White Lotus.
Þetta er aðeins brot af úrvalinu í Sjónvarpi Símans en auðvitað verður Enski boltinn á sínum stað auk klassískra þáttaraða á borð við Love Island, Bachelor og The Block.