Því miður hefur afhendingaráætlun S22 línunnar ekki staðist sem skyldi og því skortur á tækjunum á Íslandi og reyndar víðar í heiminum. Það þýðir að þau tæki sem seld voru í forsölu voru ekki afhent á réttum tíma og einhver töf er á þeirri afhendingu.
Tækin verða afgreidd í þeirri röð sem þau voru pöntuð og verður hvert tæki sem kemur á lager til okkar frá Samsung forgangsraðað í forsölu. S22 mun ekki fara í almenna sölu fyrr en forsölupantanir hafa verið afgreiddar.
Vonandi leysist þetta sem fyrst, en við biðjum viðskiptavini afsökunar á þessari töf.
Hér má sjá stöðuna á afhendingum hjá umboðsaðila Samsung á Íslandi.