Síminn endurnýjaði nýverið samstarfssamning við Telefonica, eins stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. Þar starfa margir af færustu sérfræðingum heims í 5G, IoT, netöryggi, búnaði og fjarskiptum almennt.
Nýlega endurnýjuðum við samstarfssamning okkar við Telefonica, eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki heims en síðan 2017 höfum við unnið náið með Telefonica og nýtt okkur þekkingu þeirra og reynslu.
Telefonica er ekki aðeins spænskur fjarskiptarisi heldur með starfsemi í yfir 21 löndum, með yfir 360 milljón viðskiptavini og 120.000 starfsmenn innan sinna raða. Innan Telefonica eru margir af færustu sérfræðingum heims í 5G, IoT, netöryggi, búnaði og fjarskiptum almennt sem starfsfólk Símans hefur fengið að nýta sér til þekkingaröflunar og til að bera saman bækur.
Einnig hefur Telefonica verið framarlega í nýsköpun fjarskiptafyrirtækja á heimsvísu, Síminn hefur þegar nýtt sér talsvert af þeirri þekkingu sem þar hefur skapast og mun halda áfram á þeirri braut. En að sama skapi er til mikil sérhæfð þekking hjá starfsfólki Símans sem að vinir okkar hjá Telefonica hafa nýtt sér.
Ráðgjafateymi Fyrirtækjalausna hefur á að skipa reynslumiklum hópi sérfræðinga sem hefur mikla og góða þekkingu á fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu. Þessi hópur leggur kapp á að veita alhliða, faglega og sérsniðna þjónustu sem uppfyllir þarfir allra fyrirtækja algjörlega óháð stærð þeirra.
Panta