Þriðja ísöldin nálgast

07. ágúst 2025

Föstudaginn 15. ágúst fer í loftið þriðja þáttaröðin af hinni geysi­vin­sælu þáttaröð IceGuys en það var ljóst í lokaþætti annarr­ar þátt­araðar að meira væri á leiðinni en al­veg óljóst hvað.

„Það er eitt­hvað svo sér­stakt við það þegar næsta IceGuys-æv­in­týri nálg­ast enda er þetta ein af okk­ar allra vin­sæl­ustu serí­um frá upp­hafi. Það sést svart á hvítu þegar við horf­um á áhorfs­met­in sem hafa fallið hvert á fæt­ur öðru á milli seríu 1 og 2. Núna er komið að því að stráka­sveit­in og umboðsmaður­inn leiti á vit nýrra æv­in­týra og við get­um al­veg lofað því að þetta verði eitt­hvað sem áhorf­end­ur eiga ekki von á“ seg­ir Birk­ir Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri Miðla hjá Símanum

Nú er komið að næsta kafla þar sem nýj­ar áskor­an­ir og ný æv­in­týri bíða, þar sem meðlim­ir sveit­ar­inn­ar landa stór­um kvik­mynda­samn­ingi. Það er þó ekki al­veg allt sem sýn­ist og áskor­an­irn­ar allt aðrar en bú­ist var við í upp­hafi. Þætt­irn­ir eru sem fyrr úr smiðju Atla­vík­ur og fer Sól­mund­ur Hólm Sól­munds­son, oft­ast kallaður Sóli Hólm, með hand­rits­skrif­in í þess­ari þriðju og hugs­an­lega sein­ustu þáttaröð IceGuys.

„Það er komið að næsta kafla Iceguys-sög­unn­ar og í þetta sinn tök­um við óvænt­an snún­ing þegar strák­arn­ir fá risa­stór­an kvik­mynda­samn­ing og tak­ast á við nýj­ar áskor­an­ir. Það var gríðarlega mikið lagt í þætt­ina og við hlökk­um mikið til að frum­sýna nýju serí­una,“ seg­ir Hann­es Þór Hall­dórs­son, leik­stjóri.