September hefst með glænýjum og skemmtilegum þáttum sem kallast Tilraunir með Vísinda Villa. Vísindabækur Villa eru orðnar fimm talsins og hafa slegið í gegn hjá fróðleiksfúsum og forvitnum krökkum Nú leiðir Villi okkur um töfraheim vísindanna með einföldum en mjög skemmtilegum tilraunum sem allir geta gert heima. Í hverjum þætti tekur Villi fyrir eina tilraun, leiðir okkur í gegnum hana og útskýrir hvaða lögmál eru í gangi.
Þættirnir eru komnir í Sjónvarp Símans Premium.