"
Enska úrvalsdeildin hefur ákveðið að fresta umferð helgarinnar vegna fráfalls Elísabetar II. Bretadrottningar, þannig vill Enska úrvalsdeildin heiðra ótrúlegt lífshlaup og framlag hennar til þjóðarinnar. Ekki liggur fyrir hvenær þeir leikir sem frestað er munu verða spilaðir. Það verða því engar beinar útsendingar frá enska boltanum á Síminn Sport um helgina.