Síðan öryggisveikleikinn CVE-2021-44228 varð opinber þann 9. desember 2021 hafa sérfræðingar Símans unnið hörðum höndum að yfirfara og tryggja öryggi allrar þjónustu og kerfa Símans.
Unnið er í góðu samstarfi við alla birgja Símans og uppfærslur, plástrar og tímabundnar uppfærslur settar inn jafnóðum og þær berast. Sérfræðingar Símans munu halda áfram að uppfæra eftir því sem að fleiri uppfærslur eru gefnar út ásamt því að vakta sérstaklega öll kerfi Símans og viðskiptavina sem Síminn nær til og fylgjast með óeðlilegri hegðun þeirra.
Síminn er virkur þáttakandi í samhæfingarteymi CERT-IS, netöryggisveitar Fjarskiptastofu sem hefur virkað samhæfingarferli fyrir hröð upplýsingaskipti og samhæfingu aðgerða.