Júlíana og Tommi ætla að halda hin fullkomnu jól á Tenerife á meðan Vala og Elín ætla að halda jólin í sumarbústað. Seinkun á flugi neyðir Júlíönu og Tomma til þess að eyða jólunum með þeim mæðgum ásamt undarlegum manni sem enginn veit hvaðan kom. Þegar fólk rígheldur í sínar hefðir er mjög líklegt að allt sjóði upp úr.
Venjulegt fólk hefur algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum síðustu ár og eru eitt vinsælasta sjónvarpsefni Símans frá upphafi.
Nú eru væntanlegir tveir nýir jólaþættir sem verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans nk. fimmtudag 8. desember. Glassriver framleiðir þættina fyrir Símann og Fannar Sveinsson leikstýrir. Aðalhlutverk eru í höndum Völu Kristínar Eiríksdóttur, Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, Hilmars Guðjónssonar, Arnmundar Ernst Backman og Halldóru Geirharðsdóttur.