Fyrri þáttaröðin af Venjulegu fólki sló í gegn í fyrra og nokkur áhorfsmet á sama tíma í Sjónvarpi Símans Premium. Nú er önnur þáttaröðin komin og við spyrjum hvort þú getir fyrirgefið bestu vinkonu þinni fyrir að hafa kysst manninn þinn eða fyrir að hafa rænt þig frægð og frama?
Er hægt að bjarga vináttunni þegar það er bara ein manneskja í heiminum sem skilur þig og það er hálfvitinn besta vinkona þín? Gamansöm þáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna.
Með aðalhlutverk fara Vala Kristín, Júlíana Sara, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst. Vala og Júlíana skrifa þættina ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni úr Hraðfréttum en hann leikstýrir einmitt þáttunum.